Menntað fólk fær tækifæri á Íslandi

Víða í ríkjum evrunnar útskrifa háskólar ungt fólk beint inn á atvinnuleysisskrá. Landlægt atvinnuleysi í evru-löndum er sérstaklega hátt meðal ungs fólks og hleypur jafnvel á tugum prósenta.

Menntafólk fær tækifæri á Íslandi í meira mæli en í öðrum OECD-ríkjum. Hver er ástæðan?

Jú, fullveldi og sjálfstæður gjaldmiðill.


mbl.is Minnst atvinnuleysi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óráð að selja Landsbankann strax - lexía frá hruni

Ríkið á Landsbankann og skapar þar sem festu á fjármálamarkaði. Erlendir kröfuhafar eiga Íslandsbanka og Arion. Þegar uppgjöri á föllnu bönkum lýkur er líklegt að eignarhaldið á Íslandsbanka og Arion fari á flot, jafnvel þannig að ævintýramenn eignist bankana.

Það er óráðlegt að selja Landsbankann undir núverandi kringumstæðum.

Hrunið kenndi okkur að það skiptir máli hverjir eiga banka. Enginn ríkisbanki féll í hruninu, - aðeins einkabankar. 


mbl.is Selja á 30% í Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll útskýrir pólitík ónýta Íslands

Vinstrimenn, einkum þó samfylkingarfólk, heldur á lofti þeirri ímynd að Ísland sé ónýtt. Samkvæmt þessari ímynd er efnahagskerfið ónýtt og stjórnskipulagið sömuleiðis, ásamt fylgihlutum s.s. gjaldmiðillinn.

Formaður Samfylkingar útskýrði í gær kjarnann í pólitíkinni um ónýta Ísland

Sí­fellt fleiri sjá ekki framtíð í þessu landi.

Árni Páll er sannfærður um að Ísland sé ónýtt og eigi enga framtíð fyrir sér. Ímyndin sem Samfylkingin heldur svo ákaft á lofti skilaði flokknum 12,9 prósent fylgi í síðustu þingkosningum.

Rétt er að óska Samfylkingunni til hamingju að eiga jafn staðfastan leiðtoga og Árna Pál. 


mbl.is „Við eigum betra skilið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umsóknin frá 2009 getur ekki gilt í tíu ár

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu var send án umboðs þjóðarinnar sumarið 2009. Í fjögur ár reyndi Jóhönnustjórnin að fá samning við ESB en fékk ekki vegna aðlögunarkrafna frá Brussel sem umboðslaus ríkisstjórn gat ekki mætt.

Ný framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar ekki að taka inn ný aðildarríki næstu fimm árin og hefur tilkynnt það með formlegum hætti. Ástæðan fyrir þessari stefnu er að Evrópusambandið ætlar að stokka upp sambandið til að freista þess að halda í því lífi - en vegna evru-kreppunnar eru undirstöður ESB við það að gefa sig. Ef ESB lifir af evru-kreppuna verður það gerbreytt samband.

Ísland getur ekki verið umsóknarríki næstu fimm árin á meðan Evrópusambandið tekur stakkaskiptum. Að vera umsóknarríki jafngildir pólitískri stefnuyfirlýsingu um að viðkomandi ríki ætli sér inn í ESB.

ESB umsókn, sem samþykkt var á alþingi í taugaveiklun eftir hrun, getur ekki verið grundvöllur að aðild Íslands tíu árum seinna - árið 2019. Það sér hver heilvita maður að það fyrirkomulag getur ekki gengið.


mbl.is Stefnt að afturköllun umsóknarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband