Vg vill Ísland á bannlista

Formađur Vinstri grćnna vill ađ íslenskum fyrirtćkjum verđi bannađ ađ selja vörur til Rússlands. Í frétt RÚV segir

Formađur Vinstri grćnna segir nauđsynlegt ađ fá svör viđ ţví hvers vegna Íslendingar séu ekki á lista yfir ţćr ţjóđir, sem bannađ hefur veriđ ađ flytja matvćli til Rússlands.

Hatur Vg á íslenskum hagsmunum nćr nýrri lćgđ međ ţessu útspili formannsins.


Ísland á ekki ađild ađ Úkraínu-deilunni

Evrópusambandiđ og Rússland takast á um áhrif í Úkraínu. Stjórnvöld í landinu eru lengi búin ađ vera gerspillt. Ţegar Rússland hirti Krímskaga af Úkraínu, sem fékk skagann gefins á tímum Sovétríkjanna, töldu málsmetandi menn í Evrópu, t.d. Helmut Schmidt, fyrrum kanslari Vestur-Ţýskalands, ţađ réttmćta ađgerđ.

Evrópusambandiđ ćtlar sér sterk ítök í Úkraínu. Í vestrćnum fjölmiđlum er jafnvel talađ um síđnýlendustefnu ESB gagnvart Úkraínu. Vaxandi ítök ESB tortryggir Rússa og ţađ međ rökum. Stórríki Vestur-Evrópu, Frakkland og Ţýskaland, sendu óvíga heri til Rússlands á 19. og 20. öld. 

Ísland á ekki ađild ađ Úkraínu-deilu Rússlands og Evrópusambandsins og ćtti ađ halda sig til hlés.


mbl.is Ísland ekki á bannlista Rússa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Betra er vont yfirvald en alls ekkert

Assad Sýrlandsforseti er harđstjóri líkt og var Saddam Hussein alráđur í Írak. Báđir komust ţeir til valda á innlendum forsendum, voru vont yfirvald en veittu jafnframt stjórnskipulega kjölfestu. Bandaríkjamenn veltu Hussein af stóli og Írak er ađ gliđna í sundur. Bandaríkjamenn studdu andstćđinga Assad í Sýrlandi en varpa núna sprengjum á ţá.

Arabíska voriđ, sem ásamt hernađaríhlutun Bandaríkjanna í Írak, átti ađ fćra arabalöndum lýđrćđi gerđi ţađ alls ekki heldur braut niđur stjórnskipun og leiddi til stjórnleysis.

Bandaríski stjórnarerindrekinn Christopher R. Hill segir Bandaríkin ábyrg fyrir upplausninni í Sýrlandi og Írak ţar sem ríkisheildir liđast upp í ćttbálkaerjur og trúarstríđ.

Bandaríkin, ţótt stórveldi séu, eru ekki í fćrum ađ byggja upp lífvćnlega stjórnskipun í Sýrlandi eđa Írak. Ţađ verđur ekki gert nema á innlendum forsendum.

 


mbl.is Bretar ćtla ekki til Íraks
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 8. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband