Hvað er til sölu hjá Reyni og DV?

Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur segir þá sögu að Reynir Traustason ritstjóri og aðaleigandi DV selji málafylgju blaðsins. Af frásögn Sigurðar má ráða að Reynir hafi selt Guðmundi útgerðarmanni í Brimi stuðning DV í baráttunni um yfirráðin í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Eyjum er áhugamaður fyrirtæki í bænum. Hann tekur upplýsingar Sigurðar og bætir við hlekkjum á DV-fréttir sem renna stoðum undir þann grun að DV stundi útselda málafylgju einmitt í deilum Brims um yfirráðin yfir Vinnslustöðinni.

Reynir talar um ,,pönk" og að ,,taka fólk niður" þegar hann ræðir blaðamennsku DV.

DV-pönk virðist vera til sölu.


mbl.is Aðalfundi DV frestað um viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurjón og sannfæringin

Ritstjórn 365-miðla er rúin trausti eftir brotthvarf tveggja ritstjóra og samverkamanna þeirra. Sigurjón Egilsson, sem stóð vaktina fyrir Jón Ásgeir á Fréttablaðinu þegar Baugsmál tröllriðu samfélaginu, var fenginn af eigenda miðilsins til að lægja öldurnar.

Sigurjón skrifar leiðara um sómakennd sína, æru og sannfæringu. Hann segir

 það er ekki hægt að svíkja eigin sannfæringu. Það er bara ekki hægt. 

Þetta er hárrétt athugasemd. Þegar sannfæringin segir blaðamanni að þóknast eiganda fjölmiðilsins er ekki hægt að svíkja þá sannfæringu. Að minnsta kosti ekki ef maður heitir Sigurjón.


Bloggfærslur 30. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband