Samfylkingardeild XD segir upp Jóni Ásgeiri

Hreinn Loftsson fyrrum aðstoðarmaður forsætisráðherra kom á tengslum samfylkingardeildar Sjálfstæðisflokksins og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Í samfylkingardeildinni eru menn eins og Ari Edwald fyrrum forstjóri 365 miðla, Ólafur Stephensen fráfarandi ritstjóri Fréttablaðsins, Guðlaugur Þór Þórðarson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrum ráðherra og Sveinn stjörnulögfræðingur. Ásamt, auðvitað, Þorsteini Pálssyni, sem var ritstjóri Jóns Ásgeirs og hin síðari ár fastur dálkahöfundur.

Með brotthvarfi Þorsteins er slitið bandalagi Jóns Ásgeirs og samfylkingardeildarinnar, sem m.a. leiddi til stofnunar hrunstjórnar Geirs H. Haarde árið 2007. 

Báðir aðilar eru vígamóðir eftir hrun; Jón Ásgeir hangir eins og hundur á roði á eftirhreytunum af Baugsveldinu og samfylkingardeildin tapaði stórt á því að veðja á ESB-málið.  

Líklega var bandalagið farið að líkjast óþarflega því að haltur leiði blindan til að það ætti framtíð fyrir sér. 


mbl.is Lætur af skrifum fyrir Fréttablaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að tjaldabaki lekamálsins

Á yfirborðinu snýst lekamálið um upplýsingar um hælisleitanda sem rötuðu úr ráðuneyti í fjölmiðla. Margfalt meira meiðandi upplýsingar hafa lekið úr stjórnsýslunni í fjölmiðla, án þess að veður hafi verið gert úr því, eins og Brynjar Níelsson bendir á.

Ástæðan fyrir því að lekamálið er orðið jafn stórt og raun ber vitni er hvorki lekinn sjálfur né hagsmunir hælisleitandans, sem fjölmiðlar eru löngu búnir að gleyma. Lekamálið er notað af hagsmunaöflum í þjóðfélaginu til að koma höggi á innanríkisráðherra, sem þótti ekki ,,makka rétt".

Ríkissaksóknari og umboðsmaður alþingis notfærðu sér starfshætti og starfshneigðir fjölmiðla, einkum DV og RÚV, sem mála skrattann á vegginn ákveðnum litum, til að grafa undan stöðu innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.

Báruvik af þessari hagsmunabaráttu hóps sem lítur á sig sem ,,lögfræðielítu Íslands" er viðtal í Spegli RÚV í gær og grein á miðopnu Morgunblaðsins í dag. ,,Lögfræðielíta Íslands" telur sig eiga frumburðarrétt til breytinga á löggjöf á sviði dóms- og ákæruvalds og þann rétt virti Hanna Birna ekki. Því skyldi þjarmað að henni.

Þegar spurt er hvort við eigum að ,,treysta þessu liði" þá er svarið að við eigum að treysta eigin dómgreind til að meta baksvið lekamálsins. Embættismenn í ,,lögfræðielítu Íslands", sem vel að merkja starfa ekki eftir neinum siðareglum, eru ekki yfir það hafnir að nota valdið sem þeir búa yfir í þágu eigin hagsmuna.


mbl.is „Eigum við að treysta þessu liði?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsemin er tíðindalaus

Sumir kvarta undan tilbreytíngaleysi, það er únglíngsmerki, skynsamt fólk hefur illan bifur á tíðindum.

- Sjálfstætt fólk, HkL.


Bloggfærslur 28. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband