Makríllinn, fiskurinn sem hélt Íslandi utan ESB

Ísland var ekki með veiðireynslu á makríl og hefði ekki fengið leyfi Evrópusambandsins til að veiða svo mikið sem eitt tonn af þessum flökkustofni. ESB úthlutar veiðileyfum á grundvelli veiðireynslu.

Árlegt aflaverðmæti makríls undanfarin ár er yfir 12 milljarðar króna og munar um minna í þjóðarbúskapinn. 

Makríll hóf göngur sínar á Íslandsmið um líkt leyti Samfylkingin lagði fram umsókn um aðild landsins að Evrópusambandinu. Þegar rann upp fyrir þjóðinni að forræði yfir fiskimiðunum færi til Brussel við aðild þá fjaraði hratt undan stuðningi við leiðangur Össurar og félaga.

Makríllinn er vænn fiskur. 


mbl.is Mikil makrílgengd í íslenskri lögsögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóni Ásgeiri sýndur fingurinn

Samstöðufundur ritstjórnar 365 miðla í gærkveldi við heimili Ólafs Stephensen fráfarandi ritstjóra lýsir samkennd með ritstjórnarsjálfstæði andspænis ofríki eiganda, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Ólafur skrifaði sinn síðasta leiðara í gærmorgun þar sem hann gagnrýndi skipulagsbreytingar á 365 miðlum, sem miðuðu allar að því að gera ritstjórnina leiðitamari eiganda.

Saga Jóns Ásgeirs í fjölmiðlum er að hann nýtir þá ekki í þágu almennings heldur til framgangs eigin viðskiptahagsmunum.

Nýtt er að starfsfólk ritstjórna 365 miðla, nánast í heild sinni, sýni með ótvíræðum hætti andúð sína á ritstjórnarstefnu Jóns Ásgeirs. Maður tekur ofan fyrir samstöðu frétta-og blaðamanna 365 miðla í þágu ritstjórnarsjálfstæðis og óskar þeim góðs gengis í baráttunni.

 


mbl.is Fréttastofan á bak við Ólaf?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband