Bjartur í Urđarseli

Sjálfstćtt fólk, saga Halldórs Laxness um Bjart í Sumarhúsum, er saga kotbúskapar sjálfstćđismanns í harđbýlu landi. Vinstrimenn, einkum kratar, eru gjarnir ađ taka eina setningu úr bókinni til marks um fánýti stritsins.

Sagan af Bjarti í Sumarhúsum er saga mannsins, sem sáđi í akur óvinar síns alt sitt líf, dag og nótt. Slík er saga sjálfstćđasta mannsins í landinu.

Hvergi kemur fram hver sé óvinur Bjarts. Ţeir sem nota ţessa tilvitnun láta ađ ţví liggja ađ kúgarinn sé nefndur í setningu á undan eđa eftir. Ţađ er rangt. Á undan ofanritađri setningu stendur ţetta:

Ţađ er til í útlendum bókum ein heilög saga af manni sem varđ fullkominn af ţví ađ sá í akur óvinar síns eina nótt.

Bjartur gerir meira en ađ sá í akur óvinarins eina nótt; ţađ er iđja hans lífiđ út í gegn. Samkvćmt ţví er Bjartur mörgum sinnum fullkomnari en sá útlendi er sáđi ađeins eina nótt í óvinaakur.

Hver er ţá óvinurinn? Svar Laxness er á ská. Ţegar Bjartur tapar Sumarhúsum, vegna ţeirrar skammsýni ađ byggja of stórt og dýrt, fćr hann ábúđ á öđru örreitiskoti, Urđarseli, og fer ţangađ međ lífsblóminu, Ástu Sóllilju, ásamt tveim börnum hennar og gamalli kerlingu. Guđbjartur er ţess albúinn ađ hefja búskap ađ nýju.

Óvinurinn er brauđstritiđ, lífsbaráttan. Allir tapa ţeirri baráttu ađ lokum. Spurningin er hvernig lífsbaráttan er háđ; fullkomnun felst í ađ heyja baráttuna međ reisn. 

 

 


Bloggfćrslur 23. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband