Saksóknari ræðst á upplýsingafrelsið

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari er talsmaður miðaldaviðhorfa gagnvart upplýstri umræðu. Með því að ákæra vegna meints leka á upplýsingum sem eiga fullt erindi í umræðuna leitast ríkissaksóknari við að þagga niður málefnalega umræðu.

Eftir að Tony Amos og stuðningslið hans gerði hælisumsóknina að opinberu máli, með mótmælastöðu og skipulögðum fréttaflutningi áttu vitanlega allar upplýsingar um hælisumsóknina erindi í umræðuna. Það er í þágu upplýstrar umræðu að efnisatriðin í minnisblaðinu yrðu opinber.

Þeir sem sækja um hæli, hvort heldur á Íslandi eða til annarra ríkja, verða að gera ráð fyrir að upplýsingar um stöðu og persónulega hagi sé hluti af málsmeðferðinni. Og ef málsmeðferðin verður að opinberri umræðu eiga efnisatriðin að vera upplýst til að almenningur geti myndað sér málefnalega afstöðu.

 


mbl.is Ákærður fyrir brot á þagnarskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband