Sterkari ríkisstjórn eftir atlöguna að Hönnu Birnu

Ríkisstjórn er ekki sterkari en veikasti hlekkurinn. Í gegnum tíðina eru það oft einstakir ráðherrar og/eða ósamstaða samtarfsflokka sem veikja ríkisstjórnir. Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur sýnt samheldni og ráðherrar allir með tölu verið liðsmenn en ekki einleikarar.

Atlagan að Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra reynir á samstöðu innan ríkisstjórnarinnar og ekki síst samstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Það væri freistandi fyrir þingmenn sem ganga með ráðherra í maganum að magna upp óvinafagnaðinn í framavon.

Þeir sem mestu valda um hvernig til tekst eru formenn ríkisstjórnarflokkanna, Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. Til þessa hafa þeir ekki stigið feilspor.


mbl.is Sigmundur fellst á beiðni Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband