Áhlaupastjórnmál

Með samspili bloggs, samfélagsmiðla og fjölmiðla eru orðin til áhlaupastjórnmál.  Þeir sem standa fyrir áhlaupastjórnmálum finna flugufót fyrir staðhæfingu um stjórnmálamann eða stjórnmálaflokk og síðan gildir að búa geðshræringu fyrir staðhæfingunni í samspili ólíkra miðla. Þannig verður til skoðanabylgja í samfélaginu um að fordæma menn og málefni.

Elliði Vignisson fékk hótun um aðför þar sem skyldi beita aðferðum áhlaupastjórnmála. Forsætisráðherra er í gær og dag skotmark vegna umræðu um kjötinnflutning. Í áhlaupastjórnmálum verður hver fjöður að fimm hænum. Moskumálið í vor var skýrt dæmi um þessa tegund stjórnmála.

Samvinna stjórnmálamanna og flokksbrodda annars vegar og hins vegar fjölmiðla er eitt einkenni áhlaupastjórnmála. Þessi samvinna er öll á bakvið tjöldin.


Mótmælaflokkar og nýgræðgisvæðing

Norsk-íslenski blaðamaðurinn Mímir Kristjánsson telur nýgræðgisvæðingu og mótmælaflokka mest einkennandi fyrir eftirhrunssamfélagið á Íslandi. 

Nýgræðgisvæðingin lýsir sér í sjónarmiðinu allt-er-falt-ef-það-skapar-störf og mótmælaflokkar eru Besti flokkurinn, Björt framtíð, Píratar, Viðreisn og Fylkisflokkurinn auk Borgaraflokksins, Dögunar og fleiri.

Sumpart eru þessi viðbrögð skiljanleg. Við hrun óttaðist þjóðin að landlægt atvinnuleysi skyti rótum og brást við samkvæmt því. Mótmælaflokkarnir eru aftur endurkast vantraustsins á stjórnmálakerfinu.

En núna þegar sex áru frá hrun er kannski kominn tími til að ná áttum og láta af gelgjuviðbrögðunum.


mbl.is Íslendingar í Noregi eru vinsælir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband