Trú, menning og RÚV

Nokkur munur er á því að umgangast kristni, og önnur trúarbrögð, sem menningarfyrirbæri annars vegar og hins vegar sem trú. Trúmaður lítur vitanlega á trú sína sem veigamikinn þátt í menningunni en trúleysinginn getur notið siðboðskapar og jafnvel helgihalds kirkjunnar án þess að trúa.

RÚV var til skamms tíma miðstöð menningar, sem rækti skyldur sínar við kristni líkt og önnur menningarfyrirbæti, t.d. bókmenntir.

RÚV telur ekki lengur þörf á að sinna kristnum menningararfi með sama hætti og áður. Núna skal kristni flokkuð með önnur trúarbrögðum. Rökin eru þau að morgunbænir og andakt séu ,,barn síns tíma."

RÚV er líka barn síns tíma. 


mbl.is Orði kvöldsins og Morgunbæn hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elliði fær haturspóst

Elliði Vignisson skrifaði rökstudda stuðningsyfirlýsingu við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Í kjölfarið fær hann haturspóst. Elliði birtir sýnishorn en þar er hótað að hann verði fyrir skipulögðu aðkasti og ,,tekinn niður".

Nafnkunnur penni benti á að ég ætti að hafa vit á því að halda mig til hlés ef ég myndi ekki vilja „....verða undir þeirri sömu öldu og kom Sjálfstæðisflokknum út úr þinghúsinu í hruninu

Hverjir standa fyrir skipulögðum hatursherferðum?


Bloggfærslur 14. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband