Nato/ESB í Úkraínu og friður í Evrópu

Tvær stórstyrjaldir á meginlandi Evrópu á síðustu öld virðast ekki hafa kennt stjórnmálaelítunni í Vestur-Evrópu að halda friðinn. Aðfarirnar í Úkraínu eru ekki til þess fallnar að stuðla að friðsamlegri sambúð við nágrannann í austri.

Eftir hrun Sovétríkjanna komst Úkraína í hendur gerspilltra stjórnmálamanna og skipti engu hverjir voru við völd. Úkraína er næsti nágranni Rússa og ef Vestur-Evrópuríki skipta sér af innanlandsmálum verða Rússar tortryggnir.

Evrópusambandið virðist vinna skipulega að því að koma Úkraínu undir sitt áhrifasvæði m.a. með stórfelldum fjárstuðningi við ýmsa hópa sem ekki endilega eru þjakaðir af lýðræðisást. Nato bakkar upp ásælni ESB með því að hnykla vöðvana.

Með skynsamlegri diplómatíu er hægt að kæla niður ástandið í Úkraínu. Engin þörf er á að efna til ófriðar í Austur-Evrópu, sem þarf fyrst og fremst tíma til að ná áttum eftir eymdartíma kommúnismans. Í stað þess að fjármagna undirróður og sýna vígtennur ætti Nato/ESB að vinna að því ásamt Rússum að Úkraínumenn sjálfir fái ráðrúm að taka til hendinni í stjórn landsins. Ekki veitir af.

 


mbl.is Ræddu um Úkraínu og Miðausturlönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú, óöld og þjóðríki

Þjóðríki er vestræn fyrirmynd að samfélagi sem alls ekki er víst að megi með góðu móti fella að öðrum þjóðfélagsaðstæðum en þeim sem einkenna Vesturlönd.

Þegar þjóðríkjareglan samþykkt fyrir forgöngu Bandaríkjamanna eftir fyrra stríð, og Íslendingar nutu m.a. góðs af, þá var hún ekki látin gilda utan Evrópu. Engu að síður urðu fyrrum nýlendur vestrænna ríkja í Afríku og Asíu sjálfstæð ríki næstu áratugina eftir með vísun í þjóðríkjaregluna en ekki í staðbundnari gildi.

Meginmurinn á Vesturlöndum annars vegar og hins vegar múslímskum ríkjum fyrir botni Miðjarðarhafs er að trúin er aukaatriði á Vesturlöndum en aðalatriði meðal múslíma.

Jafnvel í einsleitum múslímaríkjum eins og Egyptalandi, sem býr að mörg þúsund ára samfelldri þjóðarsögu, þá eru innlendar trúarerjur uppspretta ófriðar. Önnur ríki, t.d. Sýrland og Írak, þar sem búa ólíkar þjóðir,  virðast dæmd til að rifna í sundur með ólýsanlegum hörmungum fyrir allan almenning.


mbl.is „Nú deyjum við. Vertu sæll.“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband