DV-pönk í boði ríkissaksóknara

Ríkissaksóknari, Sigríður Friðjónsdóttir, lætur undir höfuð leggjast að ljúka lekarannsókninni, sem hún hóf í febrúar sl. Ríkissaksóknari heldur málinu opnu til að DV geti ,,pönkast" áfram á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Hanna Birna hefur mátt sitja undir stanslausu pönki frá DV án þess að geta tekið til varna. Hanna Birna segir í svari til umboðsmanns alþingis

Þegar rannsókn málsins hófst gaf ég út þá yfirlýsingu að ég myndi ekki tjá mig um málið fyrr en henni væri lokið, enda ekki við hæfi að ráðherra lögreglumála tjáði sig opinberlega um rannsókn á meðan hún stæði yfir. Meðal annars af þessari ástæðu hefur sá langi tími sem rannsóknin hefur tekið verið bagalegur og t.a.m. takmarkað möguleika mína til að svara ítrekuðum árásum sem ég hef orðið fyrir á opinberum vettvangi.

Í stað þess að Sigríður ríkissaksóknari ljúki málinu, hún er komin með lögregluskýrsluna í hendur fyrir mörgum vikum, þá heldur hún opinni skotlínu á ráðherra til að DV-pönkið með aðstoð RÚV vinni sem mestan pólitískan skaða.  

Núna þegar umboðsmaður alþingis er búinn að fá svör við spurningum sínum hlýtur hann að bregðast skjótt við og svara strax í fyrramálið hvað hann hyggst gera í framhaldinu. Það tók umboðsmann alþingis aðeins einn sólarhring að bregðast við DV-slúðrinu. Ekki getur viðbragðið orðið lengra við svörum ráðherra.

Ef umboðsmaður alþingis þarf að ráðfæra sig við Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara, áður en hann bregst við svörum innanríkisráðherra, getum við treyst því að hann sé með gsm-númer Sigríðar á hraðvali.


mbl.is „Hafði ekki áhrif á rannsóknina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvaddur Árni Þór Sigurðsson

Karl Th. kveður Árna Þór þingmann Vg og segir m.a.:

Sorrí krakkar, en kræst: Hvað er hægt að vera mikill hentistefnu- og eiginhagsmunagaur?

Jónas kveður sama þingmann með orðunum

Löngu fyrir daga þessarar ríkisstjórnar var ljóst, að Árni Þór var þreyttur á hugsjónastússi. Hafði fundið lykt af peningum fyrir ekkert í sparisjóðasvindlinu, þegar hann seldi stofnfjárbréfin í Spron.

Við þetta er að bæta að Árni Þór var stjórnarmaður í Heimssýn þegar hann gekk til liðs við Össur Skarphéðinsson að koma Íslandi í Evrópusambandið - þvert á stefnu Vg og kosningayfirlýsingu um að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan sambandsins.

Árni Þór er sérstök tegund stjórnmálamanns.


Skáld í ábyrgðalausu stríði

Þessi mánaðarmót marka hundrað ára afmæli upphafs fyrri heimsstyrjaldar. Á meginlandi Evrópu hófst stríðið með stríðsyfirlýsingu Austurríkis-Ungverjalands á hendur Serbíu 28. júlí en Bretar miða við 4. ágúst þegar þeir sögðu Þjóðverjum að stríðsástand væri á milli landanna.

Deilur um hver ber ábyrgð á fyrri heimsstyrjöld eru jafngamlar stríðinu. Svefngenglarnir eftir Christopher Clark segir enga eina þjóð bera ábyrgð. Stríð þótti af nægilega mörgum nærtækari kostur til að leysa sambúðarvanda Evrópuþjóða en friðsamlegri lausnir - og því voru vopnin látin tala.

Hávaðinn af vopnaviðskiptum náði raunir ekki til almennings. Herstjórnir beggja vegna víglínunnar lögðu sig fram um að afflytja stríðsfréttir. Orustan við Somme, þar sem Bretar misstu á fimmta hundrað þúsund manna, flesta á fyrstu dögum orustunnar var kynnt sem breskur sigur í dagblöðum heima fyrir.

Ekki fyrr en eftir stríðið varð alþjóð kunnugt um hverskyns fjögurra ára sláturtíð fyrri heimsstyrjöld var ungu mönnunum sem urðu þar að fallbyssufóðri. Skáld vígvallanna á Flandri voru menn eins og Robert Graves, Wilfred Owen og Sigefried Sassoon.

Þremenningarnir þekktust, og um tíma var náið á milli Graves og Sassoon. Vinskapnum lauk tíu árum eftir stríðið þegar Graves gaf út Goodbye to all that.

Graves særðist í orustunni við Somme og var ekki hugað líf. Times birti nafn hans yfir látna. Í dag birtir háskólabókasafnið í Cambrigde dagbækur Sassoon á netinu. Þar er færsla daginn sem hann fréttir af dauða vinar síns.

Og nú hef ég heyrt að Róbert dó í gær af sárum sínum eftir árásina á High Wood. Og ég verð að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Svo að hann og Jonnie eru saman og kannski kem ég brátt til þeirra.

Wilfred Owen dó 1918 á vígvellinum. Sassoon og Graves urðu aldraðir menn.

 

 

 


Bloggfærslur 1. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband