Innflutt hrátt kjöt, vistkerfið og sjúkdómar

Áður en starfsmenn danskra svínabúa fá inni í á sjúkrahúsum þar í landi eru þeir prófaðir fyrir MRSA-veirunni sem er fjölónæm og veldur lokunum á sjúkrahúsdeildum þar sem hún finnst.

Iðnvædd svínakjötsframleiðsla danskra búa reynir á þanmörk vistkerfisins, segir Steinar Westin prófessor í lýðheilsufræðum í grein sem hann skrifar undir heitinu Ökologisk svineri eða Vistfræðileg svínastía.

Westin er Norðmaður og hann varar landa sína að snæða dansk svínakjöt vegna dýrasjúkdóma sem eru landlægir í dönskum svínabúum - en ekki norskum.

Kjöt er ekki vara eins og tannkrem eða þvottavélar. Vistkerfi kjötframleiðslu leyfir ekki nema takmarkaðar stærðir, t.d. fjölda svína í einu búi, ef ekki á illa að fara. Dönsk svínabú, sem eru stór jafnvel á evrópskan mælikvarða, nota ógrynni af sóttvarnarlyfjum til að stemma stigum við sjúkdómum. En eykur aftur líkurnar á að MRSA-veiran, sem er fjölónæm, nái sér á strik.

Kjötframleiðsla á Íslandi er bæði hóflegri og heilbrigðari en víðast hvar á byggðu bóli. Fórnum ekki slíkum gæðum af vangá.


Skýringin á sigri Þjóðverja

Þjóðverjum finnst ekkert óeðlilegt að tapa í fótbolta fyrir Brasilíu. Þegar Þjóðverjar töpuðu 0 - 2 fyrir Brasilíu í úrslium HM í Japan 2002 var þýska pressan ánægð með silfrið. Brasilía er einfaldlega land fótboltans og nánast heiður að spila stóra leiki gegn landsliði þeirra.

Þýska landsliðið, sem núna spilar í Brasilíu, var ekki hátt skrifað í Þýskalandi eftir riðlakeppnina og heldur ekki eftir að útsláttarkeppnin hófst. Liðið er án stórstjörnu (enginn Messi, ekki Neymar og varla nokkur Robben). Helsti markaskorarinn er slánalegur miðjukantmaður með litla boltafærni en næmni fyrir staðsetningu. Starf Löw landsliðsþjálfara var í hættu fyrir leikinn við Frakka, sem vannst eitt núll með seiglu og staðfestu en ekki glimrandi spili.

Þýskaland átti sem sagt að tapa í gær, samkvæmt uppskriftinni; ekkert sérstakt þýskt landslið á móti Brössum á heimavelli.

Þýsku landsliðsmennirnir urðu að útskýra fyrir þýsku pressunni og samlöndum sínum að þeir væru ekki búnir að tapa leiknum fyrirfram. Wir wollen den Titel! Mit aller Macht (við viljum titilinn, og gerum allt til þess) var yfirskriftin á viðtali við Sami Khedira daginn fyrir leikinn. Hann á ekki á fast sæti í Real Madrid en er gjaldgengur í þýska landsliðið jafnvel þótt hann slíti með meiðsli.

Yfirlýsing um sigurlöngun gagnvart Brasilíu var þáttur í þeim sálfræðiundirbúningi þýska landsliðsins að þeir ætluðu að gefa sig í leikinn þótt sigur væri fjarlægur möguleiki.

Þjóðverjar kunna að undirbúa sig og mættu með stæltan huga í leikinn. Þegar þeir skynjuðu brotalamir í vörn Brasilíu gengu þeir á lagið með hugarfari manna sem mættir voru í leikinn til að verða ekki niðurlægðir. Ótti Þjóðverjanna við tap var virkjað til að sigrast á langstæðri vanmetakennd gagnvart Brasilíu. 

Í leiknum á móti Frökkum dugði Þjóðverjum eitt núll enda finnst Þjóðverjum eðlilegt að vinna granna sína í vestri og hafa ekki þörf til stúta þeim. Leikurinn á móti Brasilíu snerist á hinn bóginn um það að yfirvinna þýska vantrú á þýskum fótbolta andspænis þeim brasilíska.

Þýsku landsliðsmennirnir áttuðu sig á sögulegu tækifæri og létu það ekki úr greipum sér ganga. Með 7 - 1 sigri er brassagrýlan kveðin í kútinn í eitt skipti fyrir öll. Sigur Þýskalands er tragedía Brasilíu, segir Welt og hittir naglann á höfuðið.

 


mbl.is Sorg í hjarta Brasilíumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband