Lýðveldishagfræðin og jafnaðarmaður Íslands

Stundum þarf útlendinga til að segja Íslendingum sjálfsagða hluti. Hér á eyjunni er frá stofnun lýðveldis, og raunar nokkru fyrr, rekin lýðveldishagfræði þar sem ríkisvaldið í samvinnu við verkalýðshreyfingu og atvinnurekendur móta móta efnahagsstefnu og launakjör.

Tvö meginmarkmið lýðveldishagfræðinnar eru full atvinna og sæmilegur launajöfnuður. Þjóðarsamstaða var um lýðveldishagfræðina enda forsenda þjóðfélagsfriðar. Í þágu lýðveldishagfræðinnar var öðrum hagstærðum fórnað, eins og gengisstöðugleika. Þegar á bjátar í efnahagsbúskapnum er krónan látin taka höggið, ekki atvinnustigið og launajöfnuðurinn. Krónan er réttnefnd jafnaðarmaður Íslands.

Útrásin yfirskyggði lýðveldishagfræðina um hríð og var um það bil að ganga að öðru meginmarkmiðinu dauðu, þ.e. launajöfnuði, þegar blessað hrunið kom í veg fyrir að öfgarnar skytu rótum.

Í kjölfar hrunins reyndu ýmis öfl í þjóðfélaginu að skipta út lýðveldishagfræðinni fyrir evrópsk sjónarmið um stöðugt gengi og fast tíu prósent atvinnuleysi með möguleika á hækkun. Samfylkingin var aðalheimili þessara sjónarmiða, sem nutu nokkurs stuðnings strax eftir hrun og leiddu til ESB-umsóknar. Þjóðin sagði álit sitt á samfylkingartilrauninni í síðustu þingkosningunum með því að skera fylgi flokksins niður við trog, úr 30 prósentum í 12,9.

Skrifstofuliðið á ASÍ er veikt fyrir evrópupólitíkinni með stöðugu gengi og föstu atvinnuleysi. Ástæðan er sú  að samtökin reyna ítrekað að krefjast hærri launa en samfélagið stendur undir og við það fellur gengið. Árinni kennir illur ræðari en forysta ASÍ lýgur eigin handvömm upp á krónuna. Skrifstofuliðið nýtur ekki stuðnings hins almenna launamanns enda ASÍ aldrei þorað að bera ESB-línuna undir félagsmenn.

Í stað þess að gangast við lýðveldishagfræðinni og hornsteinum hennar stundar ASÍ forystan samfylkingarpólitík sem þjóðin hafnaði með afgerandi hætti í síðustu þingkosningum. 

Lýðveldishagfræðin stendur sterkum fótum. Vegna hennar voru sett lög á flugstéttirnar, sem reyndu í krafti sterkrar stöðu að brjóta upp launajöfnuðinn.

Erlendur prófessor sem segir okkur að velferð þjóðarinnar byggir á nánum tengslum ríkisvalds, launþegasamtaka og atvinnurekenda færir okkur almælt tíðindi - en stundum þarf útlending að til upplýsa sjálfsagða hluti.

 


mbl.is Bankar geta ekki án ríkisins verið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú drepur fólk, núna araba en áður Evrópumenn

Súnnar og sjítar eru tvær megingreinar múslíma, súnnar er 85% en minnihluti sjíta telur 15%. Hernaðarátök í löndum araba þessi misserin eru trúarlega innblásin en snúast um veraldlegt vald og hagsmuni andstæðra þjóðfélagshópa.

Tvö öflugustu ríkin í Miðausturlöndum, Íran, þar sem sjítar fara með völd, og Saudí-Arabía, en þar ráða súnnar, styðja við bakið á trúbræðrum sínum í drepa hvern annan í Sýrlandi, Írak, Barein og víðar. Álengdar standa stórveldin Bandaríkin og Rússland og freista þess að bæta stöðu sína í heimshlutanum.

Ítarlegar fréttaskýringar í New York Times og Econmist gefa ekki tilefni til bjartsýni um að arabaheimurinn nái friði næstu áratugi.

Stríð innblásin trú reynast oft langvinn. Evrópa fór í gegnum tímabil trúarhernaðar frá lokum miðalda þegar mótmælendatrú skoraði kaþólsku á hólm. Hávaðinn af því tímabili entist fram yfir frönsku byltinguna, og sums staðar, t.d. á Írlandi, nærri til loka 20. aldar.

Ásborgarfriðurinn 1555 var tilraun til að sætta trúarhópana en frestaði aðeins vandanum um rúma hálfa öld. Þrjátíu ára stríðið 1618 til 1648, sem einkum var háð á þýska málsvæðinu, skildi eftir sig slóða eyðileggingar og dauða.

Vestfalíufriðurinn batt endi á þrjátíu ára stríðið og var jafnframt hornsteinn þjóðríkjamyndunar í Evrópu. Í þrjátíu ára stríðinu komu einmitt fram ríkisrök, raison d-etat, þar sem ríkishagsmunir eru settir ofar trúmálum.

Franska byltingin 1789 var enn annar áfangi á þeirri vegferð Evrópumanna að aðskilja trú og ríkisvald.

Arabar búa ekki að reynslu Evrópumanna af uppgjöri milli trúarhópa annars vegar og hins vegar aðskilnaðar milli veraldlegs valds og kennivalds trúarinnar. Hugmyndin um aðskilnað stjórnsýslu og trúmála er flestum arabasamfélögum framandi.

Arabar fallast ekki á vestræn mannréttindi heldur styðjast þeir við Kaíró-yfirlýsinguna um múslímsk mannréttindi þar sem kennivald trúarinnar er í hávegum, líkt og í Evrópu á miðöldum.

Reynsla Evrópu er að það tekur nokkur hundruð ár að aftrúvæða samfélög. Arabar verða kannski komin með sín mál í þokkalegt jafnvægi árið 2500 - sirkabát.

 

 

 

 


Bloggfærslur 6. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband