Slúður verður að stjórnsýsluathöfn

Umboðsmaður alþingis hleypur á eftir slúðurfrétt DV um afskipti innanríkisráðherra af störfum Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins þegar hann skrifar ráðherra bréf með ósk um upplýsingar.

Umboðsmaður staðfestir með ósk sinni sérkennilega háttsemi ríkissaksóknara, Sigríðar Friðjónsdóttur, sem bersýnilega var ekki á meintum fundum Stefáns og ráðherra né heldur aðili að meintum símtölum ráðherra og lögreglustjóra. Engu að síður vísar umboðsmaður í samtal sem hann á við Sigríði í gær, áður en hann sendir ráðherra ,,fyrirspurnarbréf" í dag. 

Stefán Eiríksson neitar opinberlega að hann hætti sem lögreglustjóri vegna afskipta ráðherra. Þar með ætti slúðrið að falla niður dautt. Sigríður saksóknari heldur á hinn bóginn slúðrinu lifandi og fær núna umboðsmann alþingis í lið með sér. 

Með því að slúður verður að stjórnsýsluathöfn í höndum umboðsmanns alþingis er komið fordæmi sem pólitískir lukkuriddarar og slúðurfjölmiðlar munu nýta sér. Betri stjórnsýsla verður ekki niðurstaða þeirrar vegferðar.

 


mbl.is Tryggvi krefur Hönnu Birnu um svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnahagsstríð grefur evrunni dýpri gröf

Núllvöxtur er nýtt norm á evrusvæðinu, segir Jeremy Warner á Telegraph og verður að leita aftur til frönsku byltingarinnar til að finna sambærilega lága ávöxtun á spænskum tíu ára ríkisskuldabréfum. Í annarri frétt, sem Evrópuvaktin segir frá, er 15. öldin viðmið fyrir lága ávöxtun ríkispappíra evru-svæðisins.

Lág ávöxtun ríkisverðbréfa þýðir hræbilleg fjármögnun skulda ríkissjóða, sem ætti öðru jöfnu að vera allgóð tíðindi fyrir skuldugar evru-þjóðir. En lág ávöxtun ríkispappíra segir aðra sögu; að fjárfestar þora ekki að hætta peningunum sínum í raunhagkerfið. Verðmæti verða ekki til hjá ríkinu heldur í raunhagkerfinu, sem sveltur og stefnir í samdrátt.

Efnahagsstríð við Rússa undir þessum kringumstæðum festir í sessi samdráttinn. Evru-þjóðir bjóða þegnum sínum upp á atvinnuleysi mælt í tugum prósenta og dökkar framtíðarhorfur. Í spennitreyju evrunnar geta einstakar þjóðir enga björg sér veitt.


mbl.is Samþykkja víðtækari þvinganir á Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband