Slúður, sannindi og DV-pönk

DV frétt um að Stefán hætti sem lögreglustjóri vegna afskipta innanríkisráðherra er slúður sem enginn staðfestir, hvorki Stefán né Sigríður Friðjónsdóttir, sem af skringilegum vinstripólitískum ástæðum er orðin málsaðili.

Slúður er eðli málsins samkvæmt ekki hægt að hrekja. Reynir Traustason ritstjóri DV rekur blaðamennsku á þeim forsendum að slúður sé sannleikur þangað til það er hrakið. Blaðamennska DV er að birta slúður og vonast til þess að það fái líf, með aðstoð vinstribloggsveita og RÚV.

Reynir kallar sjálfur slúðurfréttamennsku DV að ,,pönkast" í fólki og finnst sómi að.


mbl.is Stefán: Hætti ekki vegna þrýstings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DV, RÚV, Sigríður F. og vinstra slúðrið

Vina- og kunningjahópur Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara, sem saksótti Geir H. Haarde landsdómsmálinu fyrir vinstristjórn Jóhönnu Sig., er líklegasta uppspretta DV-slúðursins um að Stefán Eiríksson lögreglustjóri hafi skipt um starf vegna inngripa Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Eins og spáð var þá stökk RÚV á frétt DV eftir undirbúning bloggsveitar vinstrimanna. Illugi trúir slúðrinu eins og nýju neti en Egill er með efasemdir. DV notar trúgirni Illuga til að réttlæta upphaflega slúðrið, sem er nokkuð nýstárleg aðferð til að afla sér trúverðugleika.

Sigríður Friðjónsdóttir, sem að áeggjan DV beitti embætti ríkissaksóknara í þágu einkaherferðar DV í lekamálinu svokallaða, er orðinn miðpunktur í rammpólitískri slúðurherferð á hendur innanríkisráðherra. Uppspretta slúðursins er býsna nærri Sigríði sjálfri og fer ekki vel á því að embættismaður, sem í ofanálag fer með vald saksóknara, sé í pólitísku drullumalli. 


mbl.is Blæs á fréttaflutning DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefán og áhlaup vinstrimanna á Hönnu Birnu

Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins skipti um starf nýverið. DV segir eftir nafnlausum heimildum að Stefán hafi hrökklast undan Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra vegna lekamálsins svokallaða en það er einkaherferð DV í þágu hælisumsækjanda.

Frétt DV var fárra klukkustund gömul þegar bloggsveit vinstrimanna var komin i skotstöðu: Illugi, Egill og Jón Ingi. Bloggsveitin þjónar því hlutverki að gefa heimildalausri frétt DV lögmæti. Það auðveldar RÚV að taka málið upp og þá fær fréttin vængi.

Vinstrimenn geta gert sér vonir um að Stefán sé orðinn þeirra maður enda ráðinn í yfirmannsstöðu í ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Dagur ræður ríkjum. Með réttum undirbúningi bloggsveitar og fjölmiðla vinstrimanna gæti Stefán stigið fram sem smurður samfylkingarmaður og sakað Hönnu Birnu um afglöp í starf og mögulega fellt hana af ráðherrastól.

Málið gæti þó verið með fleiri baktjaldafléttum. Stefán lögreglustjóri situr í hæfisnefnd um skipan stöðu seðlabankastjóra og þótti það val hálf-undarlegt, svo ekki sé meira sagt. Maðurinn sem skipaði Stefán í nefndina heitir Bjarni Benediktsson og er bæði fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.

Hanna Birna Kristjánsdóttir skoraði Bjarna á hólm á sínum tíma í formannsslag. Þrátt fyrir tap er Hanna Birna enn valkostur ef Bjarni misstígur sig.

Ef Stefán tekur þátt í DV-plottinu þá gerir hann það sem trúnaðarmaður Bjarna Benediktssonar. Hæstráðandi sem notar trúnaðarmann sinn til að slátra pólitískum næstráðanda fær ekki mörg prik fyrir snilli í samsærishönnun.

Á talandi stundu er á hinn bóginn líklegast að DV og vinstrimenn standi einir að plottinu. Uppleggið er eitthvað svo vinstriaumkunarvert.

 


Bloggfærslur 29. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband