Rússar og Kínverjar seilast til áhrifa á Íslandi

Eftir að Bandaríkin hættu rekstri herstöðvarinnar á Miðnesheiði árið 2006 settu bæði Rússar og Kínverjar sér það langtímamarkmið að koma ár sinni fyrir borð á Íslandi.

Stefið um vaxtandi áhuga risaþjóðanna í austri er rökstutt með nokkrum dæmum í frétt á breitbart.com.

Hagsmunir Íslendinga eru að vera ekki undir hælnum á neinni stórþjóð. Við getum lítið gert til að auka eða veikja áhuga stórþjóða á okkur enda landapólitík þeirra undir lögmálum sem smáþjóðir stjórna ekki.

Á hinn bóginn getum við með samvinnu við nágrannaþjóðir okkar, einkum Grænlendinga og Færeyinga, en líka Norðmenn og Skota/Breta, bætt stöðu okkar gagnvart ásælni stórþjóða. En utanríkisþjónusta lýðveldisins má þá ekki haga sér eins og undanfarin ár - slefandi yfir kokteilboðum í Brussel.


Óðinn skriðdreki, fótbolti og pansari

Heimsmeistarar Þjóðverja í fótbolta eru helst kenndir við panzer í ítölskum og öðrum rómönskum fjölmiðlum. Panzer er þýskt orð yfir skriðdreka og er ásamt kindergarten og blitz fremur sjaldgæf útflutningsvara frá Þýskalandi, enda kaupa flestir annað þýskt en orð.

Einn fyrsti nothæfi skriðdreki Þjóðverja í fyrri heimstyrjöld hét Óðinn, Wotan upp á þýsku, sem vísar til germanskrar fortíðar.

Í íslenskum konungasögum kemur orðið pansari fyrir í merkingunni brynja. En bryndreki var á íslensku haft um stálbrynjað herskip, hliðstætt Panzerkreuzer. Skriðdreki átti einmitt upphaflega að vera bryndreki á hjólum eða beltum.  


Bloggfærslur 27. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband