Valdspeki Hamas

Hamas-samtökin á Gaza vilja ekki frið við Ísrael sökum þess að friður grefur undan samtökunum. Tilvist Hamas byggir á þeirri valdspeki að stríð við Ísrael viðheldur yfirvaldi Hamas í Gaza. Hamas fær ekki þrifist án ófriðar.

Yfirvegaðir og velviljaðir álitsgjafar, t.d. Daniel Hannan og Maurice Ostroff, vekja athygli á því að Gaza gæti verið velmegunarsamfélag. Þegar Ísraelar yfirgáfu Gaza fyrir bráðum áratug voru allar forsendur til að búa þegnum Gaza betri lífskjör. Landamærin voru opin og iðnaður, verslun og viðskipti á milli Ísraels, Gaza, vesturbakkans og Egyptalands voru í allra þágu - nema þeirra sem kunna helst vopnaskak og hryðjuverk.

Eftir valdatöku Hamas varð Gaza að eylandi hryðjuverkasamtakanna. Sænski blaðamaðurinn Anders Ehnmark skrifaði fyrir bráðum þrjátíu árum bók um samtök eins og Hamas, sem komast illa og jafnvel aldrei úr stríðsham yfir í það að starfa sem lýðræðislegt yfirvald. Bókin Leyndardómar valdsins, ritgerð um Machiavelli er sennilega ekki til á arabísku.


Eftir Breivik

Norsk lögregluyfirvöld voru gagnrýnd eftir hryðjuverk Andres Behring Breivik fyrir þrem árum. Yfirvöld ræsa viðbragðsáætlun sem samin var eftir hryðjuverk Breivik.

Af fréttaflutningi að dæma ætla norsk stjórnvöld fremur að hætta á að ýkja hættuna af hryðjuverkaógninni en að gera of lítið úr henni.

Fáeinir íslamskir norskir ríkisborgarar sem fóru að stríða í Sýrlandi og boða heimkomu með hávaða eru ástæðan fyrir viðbúnaði norskra yfirvalda.


mbl.is Ekki ástæða til að vara við ferðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur helgi, Magnús blindi og ofbeldisarfurinn

Norsk umræða um hvers konar maður Ólafur konungur Haraldsson var rataði inn blogg Egils Helgasonar. Norðmenn eru uppteknir af Ólafi, sem fékk viðurnefnið helgi eftir Stiklastaðaorustu, enda talinn ljúka því verki sem Haraldur hárfagri hóf þúsaldarfjórðungi áður, að sameina Noreg.

Ómaklegt er að gera Ólaf að sérstökum sakamanni þegar kemur að ofbeldi og pyntingum. Hann var varla hótinu verri en aðrir. Magnús blindi Sigurðsson varð konungur í Noregi hundrað árum eftir fall Ólafs. Hann deildi konungdómi með frænda sínum Haraldi gilla. Þeir stríddu um Noregsríki og komst Magnús undir yfirvald Haralds eftir orustu. Segir í Heimskringlu

Haraldur konungur átti þá stefnur við ráðuneyti sitt og beiddi þá ráðagerðar með sér. Og að lyktum þeirrar stefnu fengust þeir úrskurðir að taka Magnús svo frá ríki að hann mætti eigi kallast konungur þaðan í frá. Var hann þá seldur í hendur konungsþrælum en þeir veittu honum meiðslur, stungu út augu hans og hjuggu af annan fót en síðast var hann geltur.

Ekki fallegar aðfarir. Geltum, einfættum og blindum tókst Magnúsi blinda þó að verða konungur enn um stund áður en hann féll í orustu.


Bloggfærslur 26. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband