365 gefst upp á sjónvarpi

Einu sinni var Stöð 2 flaggskip 365 miðla. En sjónvarp í áskrift stóðst ekki samkeppni við Netflix og netfótbolta. Til að auka tekjustreymið ætla 365 miðlar að stunda fjarskiptaþjónustu og verður fyrirtæki númer fimm eða sex á þeim markaði.

Fjarskiptaþjónusta gengur út á að selja einstaklingum og fyrirtækjum aðgang að netinu annars vegar og hins vegar símaþjónustu.

Hér er tillaga að nafni á nýja reksturinn: Baugsþjónustan.


mbl.is Breytingar munu fylgja komu Sævars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattalækkun til hagvaxtar virkar ekki

Hagvöxtur er flókið samspil margra þátta. Stjórnvöld geta haft bein áhrif á suma þætti en aðra síður, t.d. fólksfjölgun. Skattar eru meðal þeirra þátta sem stjórnvöld ráða og geta beitt í þágu hagvaxtar.

Hóflegir skattar eru vandfundnir í pólitískri umræðu. Þeir eru ýmist of eða van, eftir því hver hefur orðið hverju sinni.  Vinstrimönnum hættir til að ofskatta enda eru þeir oftast með stærri áætlanir um útgjöld en samfélagið hefur efni á. Hægrimenn eru á hinum kantinum, eiga það til að taka ekki nóga skatta til að standa undir innviðum samfélagsins. 

Hægrimenn eru með áróðursforskot í skattaumræðunni. Bæði er að skattar eru óvinsælir nánast samkvæmt skilgreiningu, það er jú verið að taka skerf af sjálfsaflafé einstaklinga og setja í samneyslu, og svo er hitt að frasarnir eru hliðhollir hægrimönnum: stækkum kökuna með því að lækka skatta, aukum veltuna í samfélaginu og allir græða eru þekkt skattastef.

Og af því að frasarnir eru sannfærandi slá þeir annað slagið í gegn og verða að stefnu stjórnvalda. Fylkisstjórnin í Kansas í Bandaríkjunum lækkaði tekjuskatt síðustu ár til ,,stækka kökuna,"  þ.e. auka hagvöxt og skapa störf. Samkvæmt leiðara New York Times gerðist hvorugt. En vegna þess að skatttekjur fylkisins eru 8 prósent minni 2014 en áætlað var þá verður skorið niður í menntakerfinu, bæði í grunn- og framhaldsskólum, og það mun skila sér í minni hagvexti til lengri tíma.

Aðstæður á Íslandi eru gerólíkar austan hafs og vestan. Hér er hagvöxtur, yfir 3 prósent, og nær ekkert atvinnuleysi. Skattalækkanir auka ekki hagvöxt en þær svo sannarlega auka þenslu.

Við núverandi kringumstæður er algert glapræða að lækka skatta. Þenslan mun kveikja upp verðbólgu sem torvelt verður að kveða í kútinn.  


Bloggfærslur 14. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband