Hætta á þenslu: hækka vexti og óbreytta skatta

Ótvíræð þenslumerki eru á hagkerfinu. Stórfelldari byggingaframkvæmdir en nokkru sinni eftir hrun, nær ekkert atvinnuleysi og landinn straujar kreditkortin í útlöndum sem aldrei fyrr.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra varaði við þenslu í fréttum RÚV.

Seðlabankinn ætti að hækka vexti sem fyrst, ríkissjóður verður að bremsa útgjöld og fresta ætti áformuðum skattalækkunum.

Lærum af hruninu og rösum ekki um ráð fram. Sláum á þensluna með þeim hagstjórnartækjum sem eru til taks.


mbl.is Skuldirnar svipaðar hjá Frökkum og Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsi til að vera róni

Við veljum líf okkar, hvort við tökum upp sambúð, eignumst börn, kjósum Samfylkinguna, skiptum um trú eða verðum rónar. 

Þótt við vitum að sumir ættu ekki að vera í sambúð, ekki eignast börn; að Samfylkingin sé eintóm leiðindi og að trúarskipti séu alltaf að fara úr öskunni í eldinn og að sumir eigi ekki að drekka þá viljum við ekki setja lög sem banna sjálfstæðum einstaklingum að taka sjálfstæðar ákvarðanir.

Frelsi fylgir áhætta; maður tekur rangar ákvarðanir og situr uppi með þær. Stundum bæði vill maður og getur bætt eigið klúður en stundum ekki. Þannig er lífið.  Hinn kosturinn, að láta aðra taka ákvarðanir um líf manns, siði og háttu er margfalt verri.

Í frétt RÚV segir af ljósmyndara sem gaf út bók um róna. Tilvitnun:

Í ljósmyndabók Gísla eru dregin fram ákvæði stjórnarskrárinnar, þar sem segir að öllum skuli tryggður réttur til aðstoðar vegna sjúkleika og að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs.

Fyrir utan það smáatriði að ljósmyndabók um persónulega hagi róna sýnir ekki mikla virðingu fyrir einkalífi þeirra þá felur tilvitnunin í sér grundvallarmisskilning. Réttur einstaklingsins til drekka sig í ræsið stendur hærra en réttur hinna afskiptasömu að taka flöskuna frá þeim ógæfusama.

 


Bloggfærslur 13. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband