Seld viðtöl á lista 100 áhrifamestu

Frjáls verslun selur viðtöl í tölublað um 100 áhrifamestu konur landsins. Samkvæmt viðtengdri frétt kostar viðtalið 127 þúsund krónur plús  vask. Með auglýsingakaupum fylgir viðskiptavild.

Kona sem leggur upp úr að ná góðu áhrifaskori gæti jafnvel boðist til að greiða hærra verð fyrir auglýsinguna.

En vitanlega væri það fyrir neðan virðingu Frjálsrar verslunar að stunda þannig viðskipti.

 


mbl.is Geta keypt sér viðtöl í „100 áhrifamestu konurnar 2014“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðhjöðnun herðir hengingarólina

Verðhjöðnun er andhverfa verðbólgu. Í verðhjöðnun lækka seljendur, þ.e. verslanir og fyrirtæki, verð vöru og þjónustu sökum dræmrar eftirspurnar. Við það falla laun og hagnaður. Kaupendur, þ.e. almenningur, halda að sér höndum í von um meiri verðlækkun sem aftur knýr verðlag niður á við og veldur samdrætti í efnahagskerfinu. Vítahringur verðhjöðnunar er sýnu erfiðari viðfangs en vítahringur verðbólgu.

Eitt sem ekki lækkar í verðhjöðnun er skuldir og það er einmitt skuldavandi sem jaðarríki evru-svæðisins glíma við. Í verðhjöðnun hækka skuldir hlutfallslega vegna þess að getan til að standa undir afborgunum minnkar.

Verðbólga á Spáni er núll. Í sumum löndum evru-svæðisins, t.d. Grikklandi, er verðhjöðnunarferli hafið. Viðbrögð seðlabanka Evrópu eru m.a. að leggja mínusvexti á innistæður banka - til að fá þá að lána peninga til atvinnulífsins. Árangurinn lætur bíða eftir sér. Í örvæntingu biður Mario Draghi, seðlabankastjóri evrunnar, um víðtæka uppstokkun í ríkisfjármálum evru-ríkjanna 18. Slík uppstokkun er aðeins gerleg með stórauknu framsali fullveldis til stofnana Evrópusambandsins.

 


mbl.is Verðbólgan 1% í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draghi játar: evran er gölluð

Seðlabankastjóri Evrópu, Mario Draghi, viðurkenndi í ræðu í fyrradag að evran er gölluð og stenst ekki án þess að aðilarríki evru-samstarfsins framselji aukið fullveldi til Brussel. Ræðan var flutt í minningu samlanda Draghi, Tommaso Padoa-Schioppa.

Lykilsetning Draghi er eftirfarandi: 

With the benefit of hindsight, it would have been useful to establish, alongside the existing convergence criteria, a set of structural criteria that had to be met to enter the euro area, and then respected once inside. But we have to start from where we are. 
(Eftir á að hyggja hefði verið betra að hafa, auk reglna um samleitni, reglur um skipulag sem yrði að mæta við inngöngu í evru-samstarfið og að skipulagið yrði virt eftir inngöngu. En við verðum að byrja á þeim stað sem við erum núna).

Seðlabankastjórinn vísar þarna í skort á samræmdum reglum um ríkisfjármál, s.s. um skattlagninu og ráðstöfun á skattfé. En þetta eru einmitt verkefni fullvalda þjóða, að ákveða skattaprósentu og hvernig skattfé skuli varið.

Skilaboð Draghi til ríkisstjórna evru-landanna 18 er að nýtt miðstýrt yfirvald yfir ríkisfjármálum evru-ríkjanna er nauðsynlegt til að tryggja samheldni evru-samstarfsins. Dæmi um ójafnvægið innan evru-samstarfsins, segir Draghi, er að Finnland er í 3. sæti á alþjóðlegum mælikvarða um samkeppnishæfi en Grikkland er í 91. sæti. Þá er Írland í 15. sæti á alþjóðlegum lista yfir vinsamlegt viðskiptaumhverfi en Malta er í 103 sæti.

Til að vinna bug á kerfislægu ójafnvægi innan evru-samstarfsins þarf sam-evrópskt yfirvald til að samræma lög og reglur evru-ríkja.

Fullvelda ríki geta ekki þjónað því hlutverki að skapa hagvöxt og atvinnu og verða því að framselja fullveldi sitt til yfirþjóðlegra stofnana. (Draghi hefur sennilega aldrei heyrt um Ísland).

Jafnvel einlægustu ESB-sinnum ofbýður frekjan í seðlabankastjóranum Mario Draghi. Viðskiptaritstjóri þýska stórblaðsins FAZ skrifar stutt álit um ræðu Draghi og bendir á að ekki í eitt einasta skipti hafi seðlabankastjórinn vikið að því sem öllu skiptir í umræðunni um fullveldi: lýðræði. 

,,Framtíðarsýn Draghi er falskur draumur tæknikratans," skrifar sá þýski. 


mbl.is Evrópskir fjárfestar óttaslegnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband