Pólitík þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB

Talsmenn þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og Styrmir Gunnarsson, gleyma því iðulega að þingkosningar eru þjóðaratkvæðagreiðsla um helstu mál samfélagsins hverju sinni.

Í aðdraganda þingkosninga bjóða framboð upp á stefnumál og fram fer allsherjarumræða um hvaðeina sem fólk telur skipta máli. Í þingkosningum er einatt góð kjörsókn, sem staðfestir stjórnmálaáhuga almennings.

Til að þingkosningar missi ekki gildi sitt verður niðurstaða þeirra að vera marktæk. Það er til dæmis óboðlegt að meirihluti sem kosinn er 2013 á þeim forsendum að Ísland afturkalli ESB-umsóknina láti fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina. Þau framboð, sem fengu meirihlutafylgi í síðustu þingkosningum, eiga vitanlega að framfylgja umboðinu sem þjóðin gaf þeim - að afturkalla umsóknina, sem raunar var löngu strönduð í Brussel.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. efndi ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-umsóknina. Þingmenn VG, sem studdu umsóknina, sögðu í þingsal að þeir væru á móti ESB-aðild. Umsóknin átti aldrei að fara frá Íslandi.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um einstök mál kemur ekki í stað niðurstöðu þingkosninga - jafnvel þótt dæmi séu um að svikulir þingmenn selji sannfæringu sína og gangi bak orða sinna gagnvart kjósendum.


mbl.is Spáir ríkisstjórninni fylgishruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marx, múslímar og pólitík

,,Kjarninn í veraldlegri rýni á trúarbrögð", skrifaði Karl Marx um miðja 19. öld, ,,er að maðurinn býr til trú en trúarbrögð ekki manninn." Setningin er úr kaflanum þar sem Marx talar um trúarbrögð sem ópíum fólksins, sjá enska þýðingu hér.

Marx er meginhöfundur þeirrar hugmyndafræði sem var á 20.öld valkostur við vestræn stjórnmál - kommúnisma - sem var trúlaus í þeirri merkingu að vísa ekki í það yfirskilvitlega sem réttlætingu fyrir veraldlegri pólitík.

Á líftíma Marx var trúin tekin út fyrir sviga í vestrænum stjórnmálum. Í pólitík eimdi af trú en hún var ekki miðlæg líkt og á miðöldum og fyrir frönsku byltinguna.

Vestrænn aðskilnaður milli trúar og stjórnmála er múslímum framandi. Í vestrænum stjórnmálum eru mannréttindi hafin yfir trú og styðjast við veraldleg lög, saman mannréttindayfirlýsingu SÞ. Múslímar telja vestræn mannréttindi víkja of langt frá kenningum spámannsins og bjuggu til mannréttindaskrá, kölluð Kaíro-yfirlýsingin, þar sem konur eru settar skör lægra en karlar. Trú múslíma er pólitísk með því að samtök múslímaríkja hræra saman trúarboðskap og lögum sem væri óhugsandi á Vesturlöndum, en þótti góð latína fram að frönsku byltingunni.

Hryðjuverk al-Kaída séu ekki unnin með velvilja og stuðningi meirihluta múslíma. Á hinn bóginn eiga samtök trúarhryðjuverka mjög upp á pallborðið meðal múslíma. Miðaldafyrirbæri eins og ,,heilagt stríð" er hluti af trúarpólitískri orðræðu múslíma. Spiegel segir frá því að múslímar í Tyrklandi skrái sig í hrönnum í heilagt stríð til að setja saman kalífadæmi þar sem nú er Sýrland og Írak.

Múslímatrú og vestræn stjórnmál eiga ekki samleið. Af því leiðir á ekki undir nokkrum kringumstæðum að veita múslímum nokkra fyrirgreiðslu í nafni trúarsannfæringar þeirra. Múslímar eru ekki hluti af vestrænni menningu og geta því ekki gert tilkall til sambærilegrar fyrirgreiðslu og kristni, sem er hluti af menningu okkar og sögu.

 


mbl.is Hugðist ráðast á ferðamannastaði í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran er gölluð vara

Án sameiginlegs ríkisvalds, nokkurs konar Stór-Evrópu, verður evrunni ekki bjargað, segir At­hanasi­os Orp­hani­des, fyrr­ver­andi banka­stjóri Seðlabanka Kýp­ur, og endurómar ríkjandi viðhorf um hvað þurfi til að lagfæra hönnunargalla evrunnar.

Á hinn bóginn er engin samstaða um það meðal evru-ríkjanna 18 og enn síður meðal ESB-ríkjanna 28 hvernig eigi að bæta úr göllum evrunnar. Aukið fullveldisframsal er bannorð í Bretlandi, sem líklega er á leiðinni út úr ESB, og í Frakklandi vex þeim fiskur um hrygg sem neita að framselja vald til Brussel.

Á meðan fullkomin óvissa er um framtíð evrunnar er fullkomlega óábyrgt að tala fyrir aðild Íslands að evru-svæðinu.


mbl.is Yrðu mistök að taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband