Fullveldið selt fyrir baunadisk nafnlausra embættismanna

Nafnlausir embættismenn bera enga ábyrgð. Í skýrslu Alþjóðastofnunar HÍ lofa nafnlausir embættismenn í Brussel að Ísland fái hina og þessa sérmeðferðina ef við höldum áfram aðlögunarferlinu inn í Evrópusambandið.

Loforðalisti nafnlausu embættismannanna er ekki pappírsins virði og er algerlega óboðlegt innlegg inn í umræðuna um afturköllun hinnar misráðnu ESB-umsóknar Samfylkingar frá árinu 2009.

Skýrsla Alþjóðastofnunar heldur ekki máli og hæfir þar skel kjafti ESB-sinna.

 


mbl.is Skýrsla óþekkta embættismannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll vill fórna atvinnu fyrir evru

Formaður Samfylkingar vill fórna atvinnu þúsunda Íslendinga, bæði opinberra starfsmann og á almanna vinnumarkaðnum, til að taka upp evru. Árni Páll Árnason er talsmaður fjármagnsins gegn hagsmunum almennings.

Evran, sem vel að merkja upplýstir ESB-sinnar telja ekki eiga framtíð fyrir sér, er formanni Samfylkingar svo hugleikin að honum finnst ekkert tiltökumál þótt landlægt atvinnuleysi fylgi gjaldmiðlinum.

Árni Páll er kominn með Samfylkinguna til hægri við Sjálfstæðisflokkinn. Nokkurt afrek það.


mbl.is Verja réttinn til að framfleyta sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-skýrslan er pantað fúsk

ESB-skýrsla Alþjóðastofnunar er áróðursplagg litað pólitískri óskhyggju þeirra sem keyptu skýrsluna. Þá er skýrslan fúsk þar sem rangt er farið með einfaldar staðreyndir. Á bls. 124 segir t.d.

Hið aukna samstarf milli ríkjanna á evrusvæðinu (þau eru núna 17 af 28 aðildarríkjum sambandsins) hefur leitt til þess að ýmsir hafa spurt hvort sambandið sé að þróast í átt að dýpri samruna milli evruríkjanna sem önnur ríki, eins og Bretland, standa utan við.

Evru-ríkin eru ekki 17 heldur 18, eins og ganga má úr skugga um á einfaldan hátt.

Skýrsluhöfundum liggur svo á að útbreiða málstað ESB-sinna að þeir sjást ekki fyrir og gefa undir fótinn með hugmyndum um að Ísland fái hagfellda sérmeðferð. Það liggur á hinn bóginn fyrir að aðlögunarferlið inn í ESB stöðvaðist þegar árið 2011 þegar ákveðið var að opna ekki sjávarútvegskaflann enda bar of mikið á milli.


mbl.is Ísland allt skilgreint sem harðbýlt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spunaskýrsla ESB-sinna: Ísland í samanburði við Tyrkland

ESB-sinnar á Íslandi gera út á heimsku fólks og það sést glöggt á skýrslu ESB-stofnunar HÍ, afsakið Alþjóðastofnunar HÍ, sem segir Ísland hafa verið á góðu skriði í aðlögunarviðræðum við Brussel - í samanburði við Tyrkland.

Tyrkland sótti fyrst um aðild að ESB um snemma á sjöunda áratug síðustu aldar. Þeir eru í eilífri biðstöðu Brusselvaldsins einmitt vegna þess að stórþjóðir eins og Frakkland og Þýskaland vilja ekki Tyrkland inn í sambandið. Tyrkland mun enn bíða í áratugi eftir inngöngu í ESB.

En aðlögunarviðræður ESB við Ísland gengu sem sagt betur en við Tyrkland. Og okkur á að þykja það merkilegt.


mbl.is Höfðu þegar náð fram sérlausnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran brýtur ESB niður

Sameiginlegur gjaldmiðill án sameiginlegs ríkisvalds, sem tekur ákvarðanir um efnahagsstefnu og skattamál, gengur ekki upp. Aðildarríki Evrópusambandsins eru ekki tilbúin að afsala sér nægilega miklu af fullveldi sínu til að hægt sé að stofna til sameiginlegs ríkis.

Af þessu leiðir verður að vinda ofan af evrunni og hverfa tilbaka til þjóðargjaldmiðla. Að öðrum kosti mun Evrópusambandið liðast í sundur vegna ójafnvægisins sem evran býr til.  Þetta eru rök Francois Heisbourg, sérfræðings í alþjóðastjórnmálum, sem hann kynnti í fyrirlestri í Háskóla Íslands um helgina.

Heisbourg er ESB-sinni og vill að Evrópusambandið þróist í átt að sambandsríki, líkt og Bandaríkin. Í fyrirlestrinum benti hann á Bandaríkin urðu ekki sameiginlegt gjaldmiðlasvæði fyrr en eftir þrælastríðið, eða um 80 árum eftir að stofnað var til Bandaríkjanna.

En Heisbourg er raunsær og telur ekki forsendur næstu áratugina fyrir sambandsríki Evrópu. Því verði að fórna evrunni til að bjarga Evrópusambandinu úr núverandi kreppu.

Heisbourg er talinn næmur á hugsun frönsku stjórnmálaelítunnar og efasemdir hans um evruna bera vitni endurskoðunar Frakka á þeirri stefnu sem Mitterand forseti og Kohl kanslari Þýsklands sömdu um við fall Berlínarmúrsins 1989, að Þýskland fengi að sameinast en Frakkar fengju evru.


Bloggfærslur 7. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband