Dollaraprófið á laumu ESB-sinna

ESB-sinnar klæðast einatt dulbúningi, kalla sig viðræðusinna, kíkja-í-pakkann-sinna eða þjóðaratkvæðagreiðslu-sinna.  Eitt dulargervið er evru-sinni, en það eru þeir sem segja að ESB-aðild með evru í stað krónu sé eina færa leiðin í gjaldmiðlamálum þjóðarinnar.

Evru-sinnar hafa kolrangt fyrir sér.  Eins og reynslan sýnir þá virkar evran ekki fyrir jaðarþjóðir ESB. Ríki eins og Írland, Grikkland og Portúgal tapa á gjaldmiðlasamstarfi við stóru meginlandsþjóðirnar.

Í hagfræðibókmenntum er ekki að finna uppskrift að stærð hagkvæmra gjaldmiðlasvæða. Því eru stærðarrökin ekki fræðilega undirbyggð.

En ef það er svo að Ísland er of lítið myntsvæði og/eða Íslendingar geti ekki rekið sjálfstæðan gjaldmiðil þá er evran ekki fyrsti kostur okkur, sé tekið mið af út- og innflutningsverslun þjóðarinnar.

Frosti Sigurjónsson bendir á að útflutningur frá Íslandi er tvöfalt meiri í dollurum en evrum. Innflutningur er einnig meiri í dollurum en evru.

Dollaraprófið í ESB-umræðunni er að bjóða laumu ESB-sinnum, sem kalla sig evru-sinna, upp á að setja dollaravæðingu á dagskrá gjaldmiðlaumræðunnar. Flestir evru-sinnar falla á þessu prófi enda eru þeir í raun ekki áhugasamir um gjaldmiðla heldur hugsa um það eitt að gera Ísland að ESB-ríki, - með öllum tiltækum ráðum og blekkingum ef ekki vill betur.


Ísland frábært - vinstrimenn í sjokki

Ísland er í þriðja sæti yfir þau lönd þar sem best er að búa, samkvæmt alþjóðlegum lista sem mælir efnahagsstöðu og félagslegt réttlæti. Aðeins Nýja Sjáland og Sviss eru fyrir ofan okkur.

Vinstrimenn á Íslandi eru með böggum hildar vegna niðurstöðunnar. Í hugmyndaheimi þeirra stjórna ólýðræðislegir sérhagsmunahópar Íslandi, efnahagskerfið er ónýtt og án ESB-aðildar eigi þjóðin sér ekki viðreisnar von.

Engu að síður sýnir alþjóðlegur samanburður að Ísland býr þegnum sínum meiri og betri lífskjör en almennt þekkist í víðri veröld. Heimsmynd vinstrimanna er hrunin. Þeir standa berstrípaðir samfélagsvælukjóarnir á vinstri kantinum, steyta hnefum og formæla Íslandi fyrir að vera frábært.

 


Jón Ásgeir fær erlendan stórfjárfesti í smáhlutverk

Malcolm Walker forstjóri Icealand lágvörukeðjunnar í Bretalandi kaupir sem sagt smáhlut í smáfyrirtæki á Íslandi sem dreifir Fréttablaði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Og jólasveinar koma til byggða í júlí.


mbl.is Nýir eigendur Póstmiðstöðvarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband