Össur vill uppgjör í Samfylkingunni

Flokkseigandi Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, fær hroll þegar hann les að hægraframboð Benedikts J. og Sveins Andra tekur allt að þriðjunginn af fylgi Samfylkingarinnar og var það þó lítið fyrir, eða 12,9%.

Gísli Baldvinsson, stundum kallaður Gössur, bloggar einatt fyrir Össur (t.d. þegar Össur tekur ritstjórastólinn af Davíð Oddssyni, fyrst árið 2011 og afhenti Steina Páls og aftur um daginn og gaf Þjáli Magnússyni). 

Gísli bloggar um stöðu Samfylkingar í ljósi nýja ESB-framboðsins og segir

Það er verulegt áfall fyrir Samfylkinguna að rúmlega þriðjungur af þeim 13% sem þá kusu Samfylkinguna ætla ekki að gera það aftur. Stjórnmálaflokkar hafa farið í sjálfskoðun af minna tilefni.

Já, hvernig er það með Samfylkinguna. Hún þorði ekki að ræða fylgishrunið eftir síðustu kosningar, þegar flokkurinn minnst tvo þriðju hluta kjósenda sinna, og ekki heldur þegar flokkurinn stefnir í eins stafs tölu. Hversu smár getur einn flokkur orðið?


Katrín skotheld en VG ónýtur flokkur

Katrín Jakobsdóttir nýtur meira trausts en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður. VG, flokkurinn sem Katrín er formaður í, fær á hinn bóginn minna fylgi í skoðanakönnunum en hann fékk í síðustu þingkosningum (10,9%) og voru þær þó hörmulegar fyrir flokkinn. 

Katrín heiðarlega situr uppi með ónýtan flokk.

Hvenær verður VG lagður niður?


mbl.is Katrín sterk og Jón Gnarr heiðarlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirskriftarsöfnunin er ársgömul

ESB-sinnar hófu undirskriftarsöfnun til stuðnings kröfunni um að ESB-umsóknin verði ekki afturkölluð fyrir ári síðan. Illugi Jökulsson hóf þessa undirskriftarsöfnun í apríl 2013. Samtök ESB-sinna tóku söfnun Illuga upp á sína arma skömmu síðar.

Undirskriftarsöfnun Illuga hét Klárum dæmið. ESB-sinnar eru duglegir að stofna til nýrra heita á starfsemi sinni og það var gert með undirskriftarsöfnunina sem fékk nýtt heiti í vetur, þjóð.is.

Áróðurspunktur ESB-sinna, að þeir hafi náð 53 þúsundum undirskrifta á 63 sólarhringum, stenst ekki. 


mbl.is Undirskriftasöfnunni að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég-er-hætt/ur auglýsingaherferðin

Einsmálsfólkið í minnihluta í Sjálfstæðisflokknum efnir til auglýsingaherferðar þar sem það eitt í einu lýsir því yfir með miklum tilþrifum og leikrænni tjáningu að það sé hætt í flokknum. Leikþáttur Jórunnar Ósk heitir ,,Davíð Oddsson stjórnar flokknum á bakvið tjöldin".

Eins og pólitískum plotturum sæmir er handrit Jórunnar þannig skrifað að lesendum er látið eftir að draga ályktanir af uppstilltum forsendum. Í handritinu segir Jórunn

Ég fór á fund DO fyrir landsfund 2010 til þess að ræða við hann hve mikil mistök flokkurinn væri að gera með sinni einstrengingslegu afstöðu og það væri mikið af fólki að yfirgefa flokkinn vegna þess. Það er skemmst frá því að segja að ég hafði ekki erindi sem erfiði og við höfum ekki haft erindi sem erfiði.

Skammstöfun notuð á nafn Davíðs Oddssonar til að gefa málinu samsæriskennda dulúð. Og hvers vegna ræddi Jórunn ekki um áhyggjur sínar við Bjarna Ben formann? Jú, vegna þess að plottið gengur út á að sannfæra fólk að Davíð ráði ferðinni. Fleirtalan ,,við" er rauður þráður í handritinu, til að draga fjöður yfir þá staðreynd að ESB-sinnar í Sjálfstæðisflokknum eru harla fáir.

Sykursætur titill á leikþættum, ,,Það er svo margt skrítið í þessu lífi," gefur þeirri hugsun undir fótinn að hér sé ekki um að ræða stofnun einsmálsflokks um minnihlutasjónarmið heldur eftirminnilega uppákomu í 'lífi mínu og flokksins.'

Auglýsingaherferðin ég-er-hætt/ur í Sjálfstæðisflokknum er hafin. Næsti leikari á sviðið gæti verið Ólafur Stephensen undirritstjóri Mikka á Fréttablaðinu.


mbl.is Jórunn segir skilið við Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband