Hratt hrun betra en hægfara stórslys

Ísland tók hrunið út hratt og örugglega með gjaldþrotum banka og skuldsettra fyrirtækja. Til muna er farsælla að klára hrun hratt og ákveðið fremur en að lengja í hengingarólinni.

Evrópskir bankar fóru ekki í gjaldþrot og þess vegna eru lánabækur þeirra sneisafullar af ónýtum lánum sem aftur koma í veg fyrir ný lán og það veldur samdrætti í efnahagsstarfsseminni.

Seinna á árinu fara evrópskir bankar í álagspróf. Á meðan er hagkerfið í kreppu og atvinnuleysi á evru-svæðinu er yfir 12 prósent að meðaltali. Íslensk fyrirtæki mala eigendum sínum og starfsmönnum hagnað og hækkandi laun. 

Til að taka út kreppu hratt og skilvirkt þarf eigin gjaldmiðil og sjálfstæða efnahagspólitík. Ísland býr að hvorutveggja en ekki  evru-löndin 18. Þeirra efnahagskerfi er hægfara stórslys.


mbl.is Hagnaður fyrirtækja aldrei meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorgerður og Kaupþingslukkan

ESB-sinnar leituðu fyrst til Þorsteins Pálssonar sem foringja í nýjum hægriflokki. Þorsteinn sýndi sig tækifærissinnaðan í afstöðunni til aðildar að Evrópusambandinu og heldur féll kappinn í áliti við að taka hagsmuni MP-banka fram yfir ESB. Ekki er Þorsteinn þó búinn að draga framboð sitt tilbaka.

Þegar fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins kemur ekki til greina er næsti kandídat fyrrum varaformaður sama flokks Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Og æsast nú leikar því mættur er til leiks mun öflugri banki en sá sem kenndur er við Margeir Péturs.

Þorgerður Katrín færir framboði Sveins Andra og Benedikts ómetanlegt forskot á aðra forystumenn stjórnmálaflokka. Fólk sér Þorgerði Katrínu og hugsar Kaupþing, eða Kauuuuuuup-thing eins og breski grínistinn sagði.

Ekki er nokkur spurning um að Kaupþing trompar MP-banka í hugrenningartengslum. Þorgerður Katrín og Kaupþing eru vörumerki við hæfi nýs framboðs ESB-sinna.


mbl.is Sveinn Andri áfram í fótgönguliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vextir í litlu landi og stöðugleiki evru-kreppunnar

Stór hluti landa evrulandanna er í kreppu og búinn að vera frá 2008. Stýrivextir á evru-svæðinu eru 0,25%, verðbólga er 0,5%, sem er rétt við verðhjöðnun, hagvöxtur víðast hvar er undir einu prósenti en atvinnuleysi að meðaltali 12 prósent.

Á Íslandi er staðan allt önnur; við  búum við hagvöxt, lítið atvinnuleysi og heilbrigða vexti. Við tókum hratt út kreppuna, á 12-18 mánuðum, ekki síst vegna þess að við búum við eigin gjaldmiðil og vextir miðast við íslenskar aðstæður.

Reynslurök síðustu ára styðja eindregið þá niðurstöðu að miðlægir vextir á evru-svæðinu valda meiri skaða en hagnaði meðal þeirra 18 ríkja sem styðjast við evruna.

Bretland, sem er stórt hagkerfi á evrópska vísu og með sjálfstæðan gjaldmiðil, kemur mun fyrr út úr kreppu en evru-löndin. Í Bretlandi er atvinnuleysi komið niður í rúm 7 prósent. Umræðan í Bretlandi hverfist um hvernig hægt sé að koma vöxtum upp í heilbrigt hlutfall, eða í kringum fimm prósent.

Stóru hagkerfin í heiminum, bæði austan hafs og vestan, gripu til örþrifaráða eftir kreppu, keyrðu vexti niður og pumpuðu peningum inn í fjármálakerfið í þeirri von að þeir skiluðu sér til raunhagkerfisins og lækkuðu atvinnuleysi og ykju hagvöxt. 

Eignabólur á hlutabréfa- og fasteignamarkaði eru afleiðingar af óhefðbundnum aðferðum seðlabanka beggja vegna Atlantsála við að berjast gegn kreppunni ásamt þenslu. Þensla í nýmarkaðsríkjum er rakin til þess að ódýrir peningar frá vesturlöndum leituðu þangað eftir ávöxtun. Hagvöxtur er almennt veikur á vesturlöndum og jafnt og þétt eykst óttinn við að seðlabankar eigi ekki lengur skotfæri til að verja vestræn hagkerfi höggum. Fyrr en seinna koma högg frá nýmarkaðsríkjum þegar þau bregðast við fjárþurrð eftir því sem dregur úr framboði ódýrra peninga.

Við þessar kringumstæður er heppilegt að vextir á Íslandi eru ákveðnir í Reykjavík en ekki Brussel.

 


mbl.is Bjartsýnn á hagvaxtarhorfurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband