ESB-herförin gegn Sjálfstæðisflokknum misheppnaðist

Vinstrimenn og litla samfylkingardeildin í Sjálfstæðisflokknum tóku höndum saman í síðasta mánuði og herjuðu á Bjarna Benediktsson formann með þeim ásökunum að hann og flokkurinn hefðu svikið loforð í ESB-málinu. Þvert á móti að var Bjarni og þingmenn flokksins að efna landsfundarsamþykkir um að stöðva ESB-ferlið.

Sjálfstæðisflokkurinn heldur óbreyttu fylgi milli kannan og það staðfestir að herferð ESB-sinna gegn flokknum mistókst.

Kosí-flokkurinn Björt framtíð er næst stærsti flokkur landsins, - eins líklegt og að það verði til frambúðar.


mbl.is Dregur úr stuðningi við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þora Þorsteinn, Sveinn Andri, Benedikt eða ekki?

ESB-sinnar í kjósendahópi Sjálfstæðisflokksins eru innan við tíu prósent, samkvæmt mælingum. Þeir eiga sér háværa talsmenn, t.d. Þorstein Pálsson, Benedik Jóhannesson og Svein Andra Sveinsson.

Björn Bjarnason rekur í pistli síendurteknar hótanir félaganna að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn og stofna til stjórnmálaflokks hægrimanna með ESB-aðild á dagskrá.

Núna liggur fyrir könnun sem segir að 40 prósent kjósenda myndu íhuga að styðja slíkan flokk. Benedikt Jóhannesson dregur ekki úr þessum feikimikla stuðningi.

Eina spurningin sem eftir stendur er hvort þeir Þorsteinn, Sveinn Andri og Benedikt séu menn eða mýs. Þora þeir að stofna flokk um áhugamálið sitt að Ísland verði ESB-ríki eða þora þeir ekki?


mbl.is Ekki upplifað önnur eins viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanlíðunarvinstrið tekur æðiskast

Forsætisráðherra vísar til erlendrar umræðu um að Ísland og Norðurlönd sjái fram á bættan hag vegna hlýnunar andrúmsloftsins. Vinstrimenn taka brjálæðiskast og hella óbótaskömmum yfir forsætisráðherra sem leyfir sér að vera bjartsýnn á möguleika lands og þjóðar.

Íslenskir vinstrimenn eru ekki með fulde fem; þeir beinlínis þrífast á eymdar og volæðishugarfari og tryllast ef einhver leyfir sér bjartsýni.

Ætli vanlíðunaráráttan sé genetísk hjá vinstrimönnum eða eftirköst þingkosninganna sl. vor: Samfylking 12,9%, VG 10,9% og Björt framtíð 8,2%?


Herjólfur, kennarar og tvíeggjað verkfallsvopn

Kennarar hafa verið í verkfalli í þrjár vikur tæpar og enginn talar um að setja lög. Undirmenn á Herjólfi stöðva ekki skipið, líkt og kennarar setja stopp á kennslu, heldur fækkar ferðum skipsins vegna verkfallsaðgerða. Engu að síður fær Herjólfsfólk á síg lög. Hvers vegna?

Jú, Herjólfur er lífæð Eyjamanna til lands og ógn við þá lífæð er ekki samþykkt af samfélaginu. Þess vegna voru sett lög. Verkfallsvopn Herjólfsfólksins ógnaði of miklum hagsmunum til að það væri látið líðast.

Allir vita að ef kennaraverkfall leysist á innan við fjórum til fimm vikum verður hægt að bjarga önninni (með því að kenna frídaga/hraðari yfirferð). Verkfall kennara bítur ekki fyrr en eftir mánuð og því engin ástæða að ræða lagasetningu.

Starfsmenn Isavia, sem hóta skæruverkföllum til að lama samgöngur til og frá landinu, fá vitanlega á sig lög enda ógna verkföll þeirra víðtækum samfélagshagsmunum.


mbl.is Verkfalli á Herjólfi frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband