Egill Helga: ef ekki ESB þá Pútínland

Páskaboðskapur Egils Helgasonar er að valið standi á milli Pútín, sem er pólitískur afkomandi Mongóla og Stalíns, annars vegar og hins vegar Evrópusambandsins. Egill ber fyrir sig grein eftir Timothy Snyder og þýðir hana. Lykilefnisgrein er eftirfarandi:

Það er ekkert þjóðríki til að hverfa til. Eini möguleikinn í hnattvæddum heimi eru gagnkvæm samskipti. Fyrir lönd eins og Frakkland, Austurríki, Grikkland, Búlgaríu og Ungverjaland er höfnun á Evrópusambandinu eins og opinn faðmur í garð Evrasíu. Þetta er hinn einfaldi veruleiki: Sameinuð Evrópa getur og mun líklega standa gegn hinu rússneska olíu- og gasveldi, þyrping þjóðríkja sem deila innbyrðis getur það ekki. Leiðtogar hægriöfgaflokkanna í Evrópu eru hættir að draga dul á að flótti þeirra frá Brussel mun leiða þá í fang Pútíns.

Þessi hjákátlega nauðhyggja um að þjóðríki séu liðin tíð en ríkjablokkir framtíðin lætur eins og heimurinn skiptist í tvö áhrifasvæði; Evrópusambandið og Pútínland í Evrasíu. Egill/Snyder gefa sér Bandaríkin og Kína muni sitja hjá á meðan Pútín gúffar fyrst upp Úkraínu og síðan Evrópusambandið. Ef sagan kennir eitthvað þá er það að eitt heimsveldi situr ekki kjurrt og er til friðs á meðan annað eflist. Og heimsveldaanalísa án Bandaríkjanna og Kína er eins og eggjakaka án eggja.

Sagan hefur afsannað forsendu Egils/Snyder-kenningarinnar. Kenningin um að heimsveldi hljóti alltaf að skipta upp með sér heiminum er 19du aldar rök sem 20sta öldin afsannaði: heimsveldi standa ekki undir sjálfu sér. Spyrjið bara gömlu kommúnistana.


Þorsteinn Pálsson: ESB-reglur, en bara þegar hentar

Þorsteinn Pálsson, líklegur formaður nýs ESB-flokks hægrimanna, telur óheppilegt að innleiða reglur Evrópusambandsins þegar þær skerða hagsmuni sem hann sjálfur ber fyrir brjósti.

Þorsteinn er stjórnarformaður MP banka og vill ekki að Ísland innleiði fjármálareglur um eiginfjárstöðu sem skaða bankann. Viðskiptablaðið setur afstöðu Þorsteins í samhengi.

Tækifærismennska af þessu tagi; að lofa og prísa ESB-aðild almennt en hafna rökréttum afleiðingum aðildar er eflaust gott veganesti fyrir nýja hægri flokk ESB-sinna. Slagorðið: ESB-reglur - en bara þegar hentar lýsir prýðilega pólitískri sannfæringu ESB-sinna.

 


Bloggfærslur 18. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband