Yale, Harvard - kósí liðið vill ekki ESB-háskóla

Þóra ESB-forsetaframbjóðandi Samfylkingar og VG á leið í Yale í Bandaríkjunum. Gísli Marteinn, úr samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins, sem Sigmundur Davíð tók viðtal við, eins og í minnum er haft, fékk skólavist í Harvard vestan hafs.

Hvað hefur kósí liðið á móti háskólum á meginlandi Evrópu? Nennir það ekki ekki að læra frönsku, spænsku eða þýsku?

Eða er kósí liðið þrátt fyrir allt laumu-ameríkusinnar?

 


mbl.is Þóra Arnórs á leið í Yale
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlýnun, fúsk og pólitík

Hlýnun jarðar er stórpólitískt mál; bæði í þeim skilningi að verulega mikið er undir, lífið á jörðinni eins og við þekkjum það, en líka stjórnmálaframi manna (munum eftir Al Gore) og milljarða styrkir til vísindastofnana og háskóla.

Rannsóknir á hlýnun jarðar byggja á tölvukeyrðum módelum, sem eins og önnur slík, eru ekki áreiðanlegri en forsendurnar leyfa. 

Norðurhvel jarðar er helsti vettvangur loftslagsrannsókna enda mæliseríur fleiri, samfelldari og eldri en á suðurhveli. 

Þegar upp kemst um óvísindaleg vinnubrögð í meðferð talnaefnis vakna grunsemdir að pólitíkin hafi orðið staðreyndum yfirsterkari, þótt fúsk sé einnig möguleg skýring.

Ágúst H. Bjarnason vekur athygli á mæliseríu Veðurstofu Íslands, um meðalhita á Íslandi í rúma öld, sem virðist hafa farið í gegnum ,,leiðréttingu" hjá NASA. Spurningin er þá hvernig ,,leiðréttingin" verði útskýrð. Það eykur á tortryggnina að ,,leiðréttingin" er öll á þann veginn að þjóna málstað hlýnunarsinna.


Rauði-Danni, þjóðríkið og kósí kjaftaelítan

Þjóðríkið til á nýöld þegar róttæku stéttir þess tíma, menntamenn og borgarar, sigruðu yfirþjóðlega elítu, sem var aðall og konungsvald. Ef Rauði-Danni, Daníel Cohn-Bendit, hefði verið uppi á dögum frönsku byltingarinnar hefði hann tæplega verið maður konungsvaldsins þar sem lýðræði var ekkert en einveldið allt.

Rauði-Danni er orðinn talsmaður yfirþjóðlegu elítunnar í Brussel sökum þess að hún skaffar honum gott lífsviðurværi, rausnarleg eftirlaun og vettvang, Evrópuþingið, til að mala út í eitt þótt enginn nenni að hlusta.

Rauði-Danni, sem héti Samfylkingar-Danni, væri hann íslenskur, er afkomandi flóttamanna og komst í feitt í velferðarþjóðfélagi eftirstríðsáranna þar sem skattpeningar þjóðríkisins voru nýttir til að mennta almenning og veita heilbrigðisþjónustu.

Í velmegun síðustu áratuga óx fram kósí kjaftastétt sem gekk að velferðinni vísri og gleymdi að hún byggðist samstöðu innan þjóðríkisins. Kósí kjaftastéttin vill yfirfæra velferðaríkið yfir á Evrópusambandið en fattar ekki að samstaða þjóðríkisins flyst ekki með. Þjóðverjar  og þjóðríki Norður-Evrópu láta sér ekki til hugar koma að halda uppi jaðarríkjum Suður-Evrópu. Enda sýndi falskur vöxtur Suður-Evrópu síðasta áratug að saðningin gerir ekkert annað en að auka kröfurnar um meira.

Þjóðríkið er hornsteinn. Ofvaxið sambandsríki eins og Evrópusambandið er tilraun sem mistekst sökum þess að þjóðir eru náttúrulegar skipulagsheildir. Kósí kjaftastéttirnar geta malað út í eitt - en þær breyta ekki staðreyndum.


mbl.is Hættur eftir 20 ár á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband