ESB-sinni tapar trúverðugleika

Hilmar Veigar Pétursson er hávaðasamur ESB-sinni sem reglulega lætur í sér heyra um hve íslenska krónan sé handónýt fyrir snillinga eins og hann leikjaframleiðandann, sem býr til peninga úr hugviti.

Félagsskapur ESB-sinna teflir fram mönnum eins og Hilmari Veigari til að senda þau skilaboð að snjallir menn velji Evrópusambandið fremur en íslenska lýðveldið.

Áróðursgildi Hilmars Veigars hríðfellur núna þegar hann lendir í leikjaklúðri með CCP.


mbl.is CCP hættir við WoD og segir upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðernishyggja og skriðdrekar í Evrópu

Valdapólitík innblásin þjóðernishyggju ræður ríkjum í Rússlandi, segir Sigmar Gabriel varakanslari Þýskalands og formaður Jafnaðarmannaflokksins. Gabriel segir Pútín Rússlandsforseta tilbúinn að senda ,,skriðdreka yfir landamæri Evrópuríkja" sem er bein vísun annan þjóðarleiðtoga sem laust fyrir miðja síðustu öld hóf seinni heimsstyrjöld með innrás í Pólland.

Pútín nýtur stuðnings þjóðernishyggjuflokkka víða í Evrópu. Samúðartaugin til Pútíns er ofin úr andstyggðinni á Evrópusambandinu. Í þingkosningum til Evrópuþingsins í maí munu, ef að líkum lætur, þjóðernishyggjuflokkar verða öflugri en nokkru sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldar.

Evrópusambandið ber beina ábyrgð á stórauknu fylgi við þjóðernishyggju með því að soga til sín valdheimildir sem eiga heima hjá fullvalda þjóðríkjum.


mbl.is Forsetinn hótar hernaðaraðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akureyrarbær skilur ekki mannréttindi

Mannréttindi hjá bæjaryfirvöldum á Akureyri eru aðeins handa þeim sem eru með réttar skoðanir. Snorri í Betel er ekki með rétta skoðun og því skal tjáningarfrelsi hans einskins metið.

Mannréttindi geta ekki verið háð hugdettum bæjarmálayfirvalda um hvað teljist rétt skoðun hverju sinni.

Meiri reisn væri yfir höfuðstað Norðurlands ef Snorri væri beðinn afsökunar á dómgreindarleysi bæjaryfirvalda og boðin kennarastaðan á ný - auk fullra bóta.


mbl.is Mannréttindi ekki háð pólitískum meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama móðgar Pútín, alþjóðapólitík er líka persónuleg

Rússland er staðbundið valdaríki sem ógnar næstu nágrönnum sínum vegna eigin veikleika en ekki vegna styrks, sagði Obama forseti Bandaríkjanna á blaðamannafundi nýverið. Upp á útlenskuna

Russia is a regional power that is threatening some of its immediate neighbors not out of strength, but out of weakness.

Hvort Obama leggur þetta mat á styrk Rússlands eða hvort hann sé að móðga Pútín er varla spurning. Í alþjóðapólitík, einkum stórveldapólitík, er fyrr og síð spurt um stöðu einstakra ríkja. Að vera hluti af stórveldaklúbbnum og fá þannig viðurkenningu er metnaðarmál stjórnmálamanna fyrir hönd þjóða sinna.

Rússland var hluti af G-8 stórveldaklúbbnum (ásamt Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Ítalíu, Japan, Kanada og Bandaríkjunum) en var svo gott sem sparkað þaðan út vegna Úkraínudeilunnar.

Rússland hættir ekki að vera stórveldi þótt félagaskírteinið í G-8 verði afturkallað. Á flesta hlutlæga mælikvarða er Rússland meira veldi en Frakkland, Bretland, Kanada og Ítalía.

Á hinn bóginn er frami stjórnmálamanna nátengdur hversum vel þeim tekst að svala þjóðarmetnaði. Vinsældir Pútíns heima fyrir stórjukust með innlimun Krímskaga. Ef afleiðingin verður útskúfun Rússa úr samfélagi þjóðanna renna kannski tvær grímur á samlanda Pútíns.

Öll pólitík er staðbundin, segir í amerískri orðskviðu, og minnir okkur á að stjórnmál eru mannanna verk. Það má lesa úr orðum Bandaríkjaforseta á nefndun blaðamannafundi hversu persónuleg stórveldapólitík er í raun. Obama sagði

I think that Russia is still making a series of calculations.  And, again, those calculations will be impacted in part by how unified the United States and Europe are and the international community is in saying to Russia that this is not how in the 21st century we resolve disputes. 

Þeir sem eru að reikna út kosti og galla Rússa eru Pútín og félagar hans. Obama og þeir sem eru með honum í liði reyna að koma andskotum sínum í skilning um að aukin íhlutin í málefni Úkraínu verði dýrkeypt.

Pútín veit engu að síður að hrátt vald er skýrmæltara en orðhenglar. Hann mun nota hráa valdið til að koma þeim skikk á málefni Úkraínu sem þjónar hagsmunum Rússa. Þannig er hegðun stórvelda.

 

 

 

 


mbl.is Ætla að beita hernum í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband