Píratar eru latir vælukjóar

Um daginn kvartaði þingmaður Pírata yfir því að þurfa lesa skýrslur en hafa ekki aðstoðarmenn til þess. Annar Pírati, sem þó situr á þingi fyrir Bjarta framtíð, viðurkenndi að nálgast ESB-umræðuna á sömu forsendum og þeir sem kynna sér bókmenntir með lestri auglýsingatexta. Í dag kvartar þingmaður Pírata yfir skömmum fyrirvara á umræðu um afglöp stjórnenda sparisjóðanna. 

Píratar eru latir vælukjóar sem nenna ekki að vinna en vilja samt fá borgað.

Í gamla daga var svoleiðis fólk kallað einskins nýtt hyski en nú eru þetta þingmenn. Að þjóðin skuli leyfa þetta sýnir óendanlegt umburðalyndi okkar og ríkidæmi. 


mbl.is Reif 10.000-kalla í sundur á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar leita útgöngu úr ESB

Eyþjóðir á Norður-Atlantshafi eiga ekki samleið með Evrópusambandinu, sem er bandalag meginlandsþjóðanna. Grænlendingar fór úr ESB, Færeyingar ætla ekki inn og Íslendingar eru við að draga misráðna umsókn tilbaka.

Bretar eru stærsta eyþjóðin á þessu svæði og þeir eru á leiðinni út úr Evrópusambandinu. Óhófleg afskiptasemi ESB af innanlandsmálum og hörmuleg frammistaða gjaldmiðils sambandsins eru helstu ástæður fyrirsjáanlegrar útgöngu Breta úr ESB.

Írar verða eina eyþjóðin á Norður-Atlantshafi eftir í ESB þegar Bretar eru horfnir á braut. Aðild að ESB er Írum vörn gegn áhrifavaldi Breta. Írar voru nýlenda Breta og þurftu að berjast blóðugri baráttu fyrir sjálfstæði sínu.


mbl.is Vann samkeppni um úrsögn Breta úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mútuferðir í þágu auðmanna og ESB

Jón Bjarnason skrifaði kröftuga grein um mútuferðir sem Evrópusambandið býður fjölmiðlafólki, fulltrúum í sveitarstjórnum og fleiri hópum til að kaupa sér velvild. Greinin fékk umtal; Eyjan reyndi að gera hana tortryggilega og Egill Helgason virtist telja Brusselmútuferðir ekki nógu merkilegar til að standa undir nafni.

Mútuferðir af þessu tagi eru hannaðar til að hafa áhrif á þiggjendur, mýkja viðhorf og slæva gagnrýna hugsun. Skipuleg tilboð mútuferða til Íslendinga eftir að ESB-umsóknin var send til Brussel er ekki tilviljun.

Auðmenn stunduðu að bjóða fjölmiðlamönnum í ókeypis ferðalög til að kaupa sér hollustu þeirra (les: gagnrýnislausa lofgjörð um útrásina og fjármálabrall auðmanna). Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður segir frá Barcelona-ferð í bókarkafla sem Herðubreið birtir.

Brusselferðirnar í þágu ESB eru álíka forheimskandi og auðmannamútur á tímum útrásar. Í báðum tilfellum er reynt að spilla dómgreind þiggjenda. Þeir sem þiggja slíkar ferðir eiga að gera grein fyrir þeim í hvert sinn sem þeir tjá sig um Evrópumálefni. Heiðarlegt fólk getur þá hætt að hlusta.


Bloggfærslur 11. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband