Týndi hagvöxturinn - hagfræðingar í felum

Ef hagfræði er alvöru fræðigrein skyldi ætla að hagfræðingar ryddust hver um annan þveran fram á opinberan vettvang að útskýra hvað varð um týnda hagvöxtinn.

Það er ekki nóg að tala um ,,hægari einkaneyslu", allir sem þekkja Íslendinga vita að það stenst ekki sem útskýring.

Hér er tilgáta um týnda hagvöxtinn: neyslumynstur Íslendinga er breytt, þeir kaupa mun meira á netinu en áður enda er það hagkvæmara. Neyslan er ekki minni eða hægari heldur önnur. Hagtölur ná ekki utan um þessar breytingar.


mbl.is Spá 0,25% stýrivaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr formáli DV-frétta: hér er sönn frétt kostuð af...

Blaðamenn DV viðurkenna í dómssátt við Þóreyju Vilhjálmsdóttur að þeir séu ósannindamenn. Hér eftir hljóta blaðamenn DV að merkja þær fréttir sérstaklega sem eru sannar, einkum þær sem skrifaðar eru af blaðamönnunum tveim sem lýsa sig ósannindamenn.

Blaðamennirnir tveir, sem um ræðir, þeir Jó­hann Páll Jó­hanns­son og Jón Bjarki Magnús­son, sendu frá sér yfirlýsingu i tengslum við dómssáttina þar sem þeir upplýstu að þeir störfuðu ekki sem sjálfstæðir fagmenn heldur væru kostaðir. Sjálfstæðir blaðamenn eru menn orða sinna en faglegar ruslahrúgur selja sig kostunaraðilum.

Í ljósi þess að eignarhald DV er komið í hendur á Birni Hrafnssyni, eiganda Eyjunnar og Pressunnar, þá verður spurningin um kostun áleitin. Björn er þekktur milligöngumaður auðmanna og blaðamanna/álitsgjafa sem bera blak af auðmönnum og hagsmunum þeirra gegn borgun.

Formáli óloginna frétta DV hlýtur þá að vera þessi: hér er sönn frétt kostuð af xxx.

 


mbl.is Greiddu Þóreyju 330 þús. í sáttaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar launahækkanir í samdrætti

Læknar, sem þurfa meira en 1,5 m.kr. á mánuði, ættu að svipast um eftir starfi í Noregi. ASÍ ætti að einbeita sér að launajöfnuði fremur en kauphækkunum í næstu kjarasamningum enda eru launþegar á móti verðbólguhækkun launa.

Það er sem sagt efnahagssamdráttur á Íslandi og við þær aðstæður er ekki um að ræða launahækkanir, hvorki til lækna né annarra verðugra.

Góðu fréttirnar eru þær að þrátt fyrir væl margra um kröpp kjör safnar þjóðin fitu, étur þunglyndislyf eins og enginn sé morgundagurinn en slær samt met i langlífi.


mbl.is Hægur vöxtur einkaneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband