Þegar Ítalía hættir með evru

Allir flokkar stjórnarandstöðunnar á Ítalíu vilja hætta að nota evru sem gjaldmiðil. Fyrr heldur en seinna kemst stjórnarandstaðan til valda og þá gæti Ítalía sprengt evru-samstarfið.

Wolfgang Münchau hagspekingur á Spiegel rifjar upp að þegar evru-samstarfið var ákveðið voru tekin loforð af stjórnvöldum sem stjórnarandstöðu í hverju ESB-landi, sem gekk til samstarfs um gjaldmiðilinn, einmitt vegna þess að í lýðræðisríkjum geta kjósendur haft endaskipti og sett andstöðuna í valdastöðu.

Ítalir verða æ sannfærðar að velferð þjóðarinnar er betur borgið utan evrunnar en með þátttöku í gjaldmiðlasamstarfinu.

Nær enginn hagvöxtur er á Ítalíu síðan evran var tekin upp en atvinnuleysi er mikið. Næst stærsti flokkur Ítalíu er með áætlun sem mun gera Ítalíu samkeppnishæfa á ný með einni aðgerð. Ítalski seðlabankinn gæfi út ítalskar evrur sem væru með skiptigildið 1 á móti 1 í ESB-evrum. Allar ríkisskuldir og allt verðlag miðaðist við ítalskar evrur. Eftir ákveðinn tíma yrði ítalska evran gefin frjáls og þá myndi hún falla um 30 til 50 prósent gagnvart ESB-evru.

Þar með yrði Ítalía samkeppnishæf og skuldir ríkissjóðs væru lækkaðar með einu pennastriki.

Münchau segir ítölsku leiðina vel mögulega en hún myndi eyðileggja tiltrúna á ESB-evruna. Í næstu ESB-kreppu gæti efnahagslegt fullveldi orðið valkostur kjósenda á Ítalíu.

 


Píratar í skoðanakönnunarpólitík

Pírtar sóttu fylgi til uppreisnarfólks, sem var á móti hversdagslegri valdapólitík. Ófrjó valdapólitík sækir áherslur í skoðanakannanir sökum þess að slík stjórnmál ganga út á að tala í þágu meirihlutans hverju sinni.

Nú tileinka Píratar sér ófrjóa valdapólitík, kaupa sér könnun hjá Gallup, og búa til stefnumál í framhaldi, sem flútta við niðurstöðu könnunarinnar.

Valdapólitík Pírata afhjúpar algera þurrð á hugmyndum, að ekki séu nefndar hugsjónir.


mbl.is Heilbrigðismál og menntamál í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saddur neytandi er þjóðfélagslega hættulegur

Án neyslu stenst ekkert nútímahagkerfi. Stærsti hluti opinberrar umræðu snýst um skiptingu þjóðarkökunnar milli ólíkra hópa neytenda, sem undirstrikar mikilvægi neyslunnar. Án neyslu ættum við tæpast nokkuð að tala um.

Neyslan gerir okkur frjáls enda skilgreinum við frelsi okkar út frá neyslustigi. Aumur er sá sem dregst aftur úr neyslunni. Við vitum af ógrynni skilaboða fjölmiðla um þá hamingju og fullnægju sem fæst með neyslu.

Saddur neytandi er neitandi þjóðfélagsframfara og eftir því hættulegur. Góðu heilli eru til markaðstæki sem vinna með undirmeðvitund slíkra neitenda og gera þá að neytendum, þeim sjálfum til hamingjuauka og samfélaginu öllu til hagsbóta.


mbl.is Er verið að blekkja þig?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband