Hringferð manndrápanna

Ríki íslams náðu nokkrum árangri í landvinningum í Sýrlandi og Írak og lýstu yfir stofnun kalífadæmis. Ríki íslams eru annáluð fyrir grimmdarverk og eru þau hluti af aðdráttarafli samtakanna.

Síðustu daga er stríðsgæfan mótdræg ríki íslams. Hersveitir Kúrda hrekja vígasveitir múslíma frá Sinjar-fjalli.

Bregður þá svo við að æðstuprestar ríki íslams skrifa út dauðadóma yfir þeim liðsmönnum samtakanna sem lúta í gras fyrir Kúrdum.

Manndrápin sækja yfirleitt þá heim sem til þeirra stofna.


Fjölmenningu var hafnað í kristnitöku

Ásatrúarmenn líkt og aðrir trúarhópar haga sinni tilbeiðslu eftir eigin hentisemi í samræmi við trúfrelsi stjórnarskrárinnar sem er afurð frönsku byltingarinnar. Kristni, á hinn bóginn, er sá siður sem íslensk menning er fléttuð saman við í þúsund ár. Í umræðu um kirkjuheimsóknir barna, sem eru liður í að kynnast menningararfinum, er haldið fram þeirri bábilju að í nafni fjölmenningar skuli taka fyrir slíkar heimsóknir.

Íslendingar höfnuðu hugmyndinni um fjölmenningu við kristnitökna fyrir rúmum þúsund árum. Sumir lögðu til að kristnir og heiðnir skyldu hvorir búa að sinni trú. Skynugur maður heiðinn var fenginn til að kveða upp úr. Þorgeir Ljósvetningagoði vissi að tvennir trúarsiðir væru ávísun á tvenn lög sem aftur leiddi til ófriðar. Í Bretlandi og á meginlandi Evrópu gera múslímar kröfu um að trúarlög þeirra byggð á Kóraninum, sharía-lög, fái viðurkenningu. Slíkt fyrirkomulag er uppskrift að innanlandsófriði.  

Niðurstaða Þorgeirs var að láta öfgamenn fjölmenningar ekki ráða ferðinn heldur setja einn sið, kristni, þó með víðtækri heimild heiðinna til að blóta á laun, eta hrossakjöt og bera út börn.

Íslendingar, ólíkt flestum þjóðum, tóku upp kristin að mestu án ofbeldis, þökk sé innsæi goðanna sem fóru með trúarlegt sem veraldlegt vald hér á landi á þjóðveldisöld. Málamiðlun goðanna var rúm, kirkjuskatturinn, tíund, var t.a.m. ekki lögfestur fyrr en hundrað árum eftir kristni, en samt afgerandi; allir skyldu skírast.

Sumar þjóðir kunna ekki sinn Þorgeir og búa við samfélagsókyrrð vegna þess að fjölmenningu var ekki hafnað í tæka tíð.

Hér eru lykilatrið úrskurðar Þorgeirs

„En nú þykkir mér þat ráð,“ kvað hann, „at vér látim ok eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, ok miðlum svá mál á milli þeira, at hvárirtveggju hafi nakkvat síns máls, ok höfum allir ein lög ok einn sið. Þat mun verða satt, er vér slítum í sundr lögin, at vér munum slíta ok friðinn.

En hann lauk svá máli sínu, at hvárirtveggju játtu því, at allir skyldi ein lög hafa, þau sem hann réði upp at segja.

Þá var þat mælt í lögum, at allir menn skyldi kristnir vera ok skírn taka, þeir er áðr váru óskírðir á landi hér. En of barnaútburð skyldu standa in fornu lög ok of hrossakjötsát. Skyldu menn blóta á laun, ef vildu en varða fjörbaugsgarðr, er váttum of kæmi við. En síðar fám vetrum var sú heiðni af numin sem önnur.


mbl.is Frumflytja heiðið jólalag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband