Krónan; hægri og vinstri hagstjórn

Almenningur má þakka það krónunni að kaupmáttur vex hratt. Með því að krónan tók á sig höggið með hruninu varð Ísland samkeppnisfært á einni nóttu og vinnuaflið fór í arðbær störf. Hægrimenn skilja undirstöðuatriði hagfræði en vinstrimenn láta hugmyndafræði villa sér sýn.

Vinstristjórn Jóhönnu Sig. skildi ekki einföldustu atriði hagstjórnar og hataðist við krónuna, vildi evru í staðinn.

Eftir því sem leið á kjörtímabil ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. kom æ betur í ljós hve krónan gagnaðist Íslandi vel. En vinstrimenn voru svo heillum horfnir og blindaðir af hugmyndafræði ESB að þeir gátu ekki fyrir sitt litla líf endurskoðað sína pólitík í ljósi reynslunnar. Þess vegna stórtöpuðu vinstriflokkarnir vorið 2013 þrátt fyrir að krónan væri búin að leggja grunn að hagvexti.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíð gaf út að krónan yrði framtíðargjaldmiðill Íslendinga. Þar með var óvissunni um gjaldmiðilinn eytt, sem vinstrimenn höfðu viðhaldið í fjögur ár. Fjármálaráðherra Samfylkingarinnar, Katrín Júlíusdóttir, gerði sér far um að rakka niður krónuna og segja hana ónýtan gjaldmiðil.

Til að efnahagskerfi okkar þrífist verða hægrimenn að stjórna landinu; vinstrimenn að vera í stjórnarandstöðu.


mbl.is Hraðasti vöxtur kaupmáttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin verðbólga, full atvinna - en samt væl

Kaupmáttur eykst hröðum skrefum þegar engin er verðbólgan. Atvinnuleysi er lítið sem ekkert en það þrýstir launum upp á við - veldur launaskriði.

Undir þessum kringumstæðum þykjast sumir forkólfar verkalýðshreyfingarinnar ætla að herja á ríkisstjórnina, í stað þess að rúlla út rauða teppinu og þakka Sigmundi Davíð og Bjarna Ben. trausta stjórn á þjóðarskútunni.

Vælið í ASÍ gagnvart ríkisstjórninni stafar kannski af því að verkalýðshreyfingin á í gegnum lífeyrissjóði drjúgt í stærstu fyrirtækjum landsins. Óraunhæfar launakröfur gætu þýtt skertar lífeyrisgreiðslur. En þá er um að gera að láta ríkissjóð blæða.

 


mbl.is Verðbólga ekki minni í tvo áratugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband