Svíar vilja ESB án evru - tvöföld mótsögn

Svíar láta sér ekki til hugar koma að taka upp evru, sem leiðir ómældar hörmungar yfir þau 18 af 28 þjóðríkjum Evrópusambandsins sem nota gjaldmiðilinn. Engu að síður vill meirihluti Svía vera áfram í Evrópusambandinu.

Það er tvöföld mótsögn í þessari afstöðu Svía.

Í fyrsta lagi vegna þess að Evrópusambandið krefst þess að þjóðir taki upp evru, sem er gjaldmiðill sambandsins. Um hríð geta þjóðir komist hjá þessari kvöð með efnahagstæknilegum undanþágum en það varir ekki lengi, - sjáið bara Litháa.

Í öðru lagi þá verður evrunni ekki bjargað nema með stóraukinni miðstýringu á ríkisfjármálum evru-ríkjanna. Og án evrunnar er ekkert Evrópusamband, það hefur Merkel kanslari Þýskalands sagt.

Svíar munu ekki lengi eiga þess kost að vera í Evrópusambandinu en án evru.


mbl.is Vilja vera í ESB en ekki evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfgavinstrimenn í kúltúrstríði

Þingmaður Samfylkingar, Sigríður I. Ingadóttir,tekur undir með atlögu Lífar Magneudóttur á kristna þjóðmenningu Íslendinga.

Hófsamir vinstrimenn, til dæmis Guðmundur Andri Thorsson, vara við því að gera trúmál að pólitískum vígvelli.

Öfgavinstrimenn munu ekki láta segjast enda liggur það í eðli öfganna að taka ekki sönsum.


Trú er einkamál, kristni er þjóðmenning

Kristni er hryggstykkið í þjóðmenningunni. Trú, á hinn bóginn, er einkamál hvers og eins og þarf ekki að koma kristni við frekar en vill.

Kristni er forsenda þess að skilja íslenskt samfélag. Þeir sem hatast við samvinnu skóla og kirkju í menntamálum ganga erinda sértrúarhópa sem vilja þröngva pólitískum rétttrúnaði minnihlutahópa upp á íslenskan almenning.

Vinstriflokkarnir eru heimili pólitíska rétttrúnaðarins. Verkefni næstu ára er að takmarka möguleika vinstriflokkanna að grafa undan þjóðmenningunni.

 


Olía, gjaldmiðlastríð og heimsátök

Japan prentar peninga til að lækka gengi jensins, keyra upp verðbólgu og auka útflutning. Ásamt kerfisbreytingum er þetta efnahagsstefna Abe, sem vann stórsigur í þingkosningum. Kínverjar og Kóreumenn eru á hinn bóginn ekkert kátir með stærri markaðshlutdeild japanskra iðnfyrirtækja og gætu gripið til ráðstafana.

Ambrose Evans Pritchard í Telegraph telur að japanska efnahagstilraunin gæti farið úr böndunum, jenið lækkað stjórnlaust og að asískt gjaldmiðlastríð leiði yfir heiminn efnahagsleg ragnarök. Pritchard vitnar í skýrslu HSBC-bankans sem er þekktur fyrir næmni á kínverska hagsmuni.

Ódýr olía heldur efnahagstilraun Abe enn á floti. Arabaþjóðir, á hinn bóginn, eru á barmi efnahagslegs öngþveitis vegna hruns hlutabréfamarkaða í kjölfar sílækkandi olíuverðs. Die Welt segir að arabískir olíusjóðir eiga stóra hluti í þýskum bönkum og iðnfyrirtækjum. Verðrun á evrópskum hlutabréfamarkaði er ekki óhugsandi verði olíusjóðirnar að selja bréfin. Welt minnir einnig á að ríkisgjaldþrot Dubai snemma 2008 var fyrirboði fjármálakreppunnar sem reið yfir heimsbyggðina þá um haustið.

Ódýr olía grefur einnig undan Rússlandi sem á í vök að verjast á vesturlandamærum sínum vegna ágengrar utanríkistefnu Evrópusambandsins. Veikari efnahagsstaða Rússa eykur líkurnar á að hernaðarmáttur þeirra tali sterkari rómi.

Fjármálavesírinn Mohamed A. El-Erian spáir gliðnun í alþjóðahagkerfinu á næsta ári og að stjórnmálamenn standi frammi fyrir stórum áskorunum. Í gjaldmiðlastríði tapa peningar gildi sínu enda slíkt stríð háð með gengisfellingum.

Þegar peningarnir verða að gjalti eykst vopnaskakið.

 

 

 


mbl.is Abe vann öruggan sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband