Helgi kapítalisti og Lífeyrissjóða-Helgi

Helgi Magnússon er kapítalisti og ávaxtar sitt pund sem slíkur. Sami Helgi er varaformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna sem er í eigu almennra launamanna.

Kapítalistinn Helgi og þjónninn Helgi í þágu almannahagsmuna eru ekki í mótsögn, segir téður Helgi.

Vitanlega ekki, hugsar fólk, enda engin dæmi í sögunni um andstæða hagsmuni almennings og kapítalista. Og við trúum líka öll á jólasveina.


mbl.is Hagsmunirnir fara saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankarnir eru þjófar

Viðskiptahættir bankanna eru þjófnaður um hábjartan dag. Bankakerfið þarf að hugsa upp á nýtt. Það gengur ekki lengur að bankarnir komist upp með að búa til peninga, í formi útlána sem ekki er innistæða fyrir, og bíta svo höfuðið af skömminni með því að bjóða upp á óguðlegan vaxtamun.

Tímabært er að afnema möguleika banka að framleiða peninga og láta þá hafa fyrir því að sækjast eftir sparifé viðskiptavina.

Bankarnir eru sjálfstæð uppspretta spillingar og ósiðlegra viðskiptahátta.


mbl.is Heimilin verða af hundruðum milljóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV yfirgaf þjóðina; Egill og Hallgrímur vitna

Framsóknarflokkurinn er, þrátt fyrir að fylgið endurspegli það ekki alltaf, fulltrúi hinnar breiðu miðju stjórnmálanna. RÚV yfirgaf fólkið sem tilheyrir þessari breiðfylkingu með því að tileinka sér aðgerðafréttamennsku í þágu sérhagsmuna, s.s. ESB-sinna; leggja þingmenn breiðfylkingarinnar í einelti, t.d. Vigdísi Hauksdóttur; afnema dagskrárliði sem fólki voru kærir sbr. orð dagsins, morgunbæn og síðasta lag fyrir fréttir.

Egill Helgason, sem vílar ekki fyrir sér að nota sjónvarpsþætti til að herja á ríkissjóð í þágu RÚV, vitar um atvik þar sem hann atast í þingflokksformanni Framsóknarflokksins og fær það óþvegið. Annar RÚV-ari, núna í vist hjá DV, Hallgrímur Thorsteinsson, vælir undan skorti á stuðningi framsóknarmanna með þessum orðum

Og þannig er því farið um yfirstandandi leifturárás myrkustu afla Sjálfstæðisflokksins gegn RÚV þar sem helstu hirðfífl Framsóknar spila með en sómakærari flokksmenn standa hjá þegjandalegir og rjóðir.

Hvor með sínum hætti staðfesta Egill og Hallgrímur það sem öllum utan RÚV er löngu ljóst. RÚV yfirgaf breiðfylkingu þjóðarinnar og er í höndunum á fólki sem tilheyrir jaðarhópum samfélagsins. Á alþingi nýtur RÚV aðeins trausts vinstriflokkanna, sem eru með um þriðjungsfylgi.

Skera ætti niður RÚV um 2/3 og gefa stofnuninni svona tíu ár að betrumbæta sig í þágu þjóðarinnar.

 

 


mbl.is Sagði afstöðu Framsóknar breytta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband