Fall Berlínarmúrsins og tapað valdajafnvægi

Berlínarmúrinn tryggði valdajafnvægið í Evrópu allt frá lokum seinna stríðs. Eftir fall múrsins varð valdatóm í Austur-Evrópu sem Evrópusambandið ætlaði að nýta sér til að styrkja sig gagnvart Rússum.

Rússar töpuðu Sovétríkjunum í kjölfar falls Berlínarmúrsins og voru um hríð sjúklingur en ekki stórveldi. Evrópusambandið reyndi að nýta sér veikleika Rússa og innbyrti Eystrasaltslöndin og Pólland inn í bandalagið, auk Ungverjalands, Rúmeníu og Búlgaríu sem öll voru í hernaðarbandalagi með Rússum á tímum kalda stríðsins.

Þegar Evrópusambandið ætlið sér Úkraínu, sem er með áþekka stöðu gagnvart Rússlandi og Mexíkó gagnvart Bandaríkjunum, sögðu Rússar stoj, hingað og ekki lengra.

Valdajafnvægið á meginlandi Evrópu er á hundrað ára fresti í uppnámi, allt frá snemma á 18. öld þegar Norðurlandaófriðurinn mikli sá að baki Svíum og Dönum sem alvöru valdaþjóðum. Hundrað árum seinna gerðu Napoleoónsstyrjaldirnar úti um vonir Frakka að stýra Evrópu og tvær stórstyrjaldir á fyrri hluta síðustu aldar settu Þjóðverjum stólinn fyrir dyrnar. Rússar voru sigurvegarar í öllum þessum stríðum, nema í fyrri heimsstyrjöld þar sem þeir glímdu við byltingu heima fyrir.

Valdatogstreitan sem stendur nú yfir milli leiðandi ríkja á meginlandinu mun án efa taka áratugi. Viðfangsefni íslenskra stjórnvalda er að gæta þess að draga ekki Ísland inn í þessar deilur um forræðið á meginlandi Evrópu.

 


mbl.is Varar við öðru köldu stríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sturlungaöld í umræðunni og bíóið

,,Hyski," sagði Einar Kárason rithöfundur um landsbyggðafólk og uppskar viðbrögð sem vinaroflátungur hans, Stefán Jón Hafstein, kallar vopnaða aðför ,,heimskingja."

Ógnarorðræðan smellpassar við frétt um að klæða eigi Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar í mafíubúning á hvíta tjaldinu og nota til þess ameríska peninga.

Mafía er samkvæmt skilgreiningu afkimi í ríkinu eða jafnvel ríki í ríkinu. Ættirnar sem tókust á um völdin á síðasta skeiði þjóðveldisaldar voru ríkið sjálft. Enda fór það svo að ríkið tapaðist til Noregskonungs.

Stórkarlalegar yfirlýsingar Einars og Stefáns Jóhanns eru orðræðubíóútgáfa af Sturlungu. Við skemmtum okkur enda ekkert í húfi nema orðspor oflátunga.

 

 

 


mbl.is Þróa þáttaröð um Sturlunga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband