1001. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar

Reykjanesbær er gjaldþrota, þökk sé Árna Sigfússyni fráfarandi bæjarstjóra og bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Víðtækur niðurskurður er boðaður til að rétta af fjárhag bæjarins, m.a. launalækkun bæjarstarfsmanna.

Á fundi bæjarráðs í vikunni lagði áheyrnarfulltrúi fram þessa tillögu

Legg til að frá og með 1. janúar 2015 falli föst laun bæjarráðsmanna niður og einungis verði greitt fyrir setu á stökum fundum bæjarráðs. Þessi skipan mála verði allt þar til skuldahlutfall bæjarsjóðs komist undir 150%. Þetta gæti verið táknrænt framtak bæjarráðs til þeirra aðgerða sem framundan eru og um leið sparað 28,5 milljónir á kjörtímabilinu.
Tillagan felld með 5-0.

Árni Sigfússon var einn þeirra sem greiddi atkvæði gegn tillögunni.


Forstjórafrekjan og friðurinn á vinnumarkaði

Við hrunið sló á forstjórafrekjuna sem útrásin fóstraði. Á síðustu misserum virðist þessi frekja vaxa á ný.

Forstjórafrekjan lýsir sér í sjálftekt í launum og starfskjörum. Að forstjóri í opinberu fyrirtæki geti keypt handa sér jeppa á annan tug milljóna er fáheyrt.

Það er á ábyrgð stjóra fyrirtækja, bæði opinberra og einkafyrirtækja, að halda aftur af forstjórafrekjunni. Gangi hún laus er úti um friðinn á vinnumarkaði.

 


mbl.is Strætó skilar bíl framkvæmdastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengisfrumvarp er vanhugsað

Ef áfengi væri fundið upp í dag yrði það flokkað sem eiturlyf og hvergi selt löglega. En áfengi hefur fylgt manninum frá örófi alda og lýtur ólíkum skráðum og óskráðum reglum frá samfélagi til samfélags.

Á Íslandi reyndum við áfengisbann á síðustu öld, líkt og ýmis önnur vestræn samfélög. Banninu var hnekkt og við þróuðum verslun með áfengi á líkum nótum og Norðurlönd, með ríkiseinkasölu.

Ríkiseinkasala áfengis tryggir aðgengi að áfengi samtímis sem hamlað er gegn því að áfengi verið dagleg neysluvara.

Fyrirkomulag áfengissölunnar er þrautreynt og reynslan sýnir að það virkar. Áfengisfrumvarpið er vanhugsað.


mbl.is Hefur verulegar áhyggjur af áfengisfrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband