Er Dagur B. að mótmæla á Austurvelli?

Vinstrimeirihlutinn í Reykjavík er í harðvítugri launadeilu við tónlistarkennara, sem fjölmenntu á Austurvöll á hlaðborð mótmælanna.

Sást til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á mótmælafundinum?


mbl.is Nokkur þúsund manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið á að gera mig hamingjusaman

Ef launin mín hrökkva ekki til að ferðast til útlanda eða kaupa miða á jólatónleika, greiða fyrir áskrift að fjölmiðlum og fara reglulega út að borða þá á ríkið að bæta mér það upp. Annað er ósanngjarnt.

Vegna þess að sumir aðrir eiga meiri peninga en ég þá á að skattleggja þá til helvítis svo að ég geti fengið eitthvað meira gefins frá ríkinu.

Ég á hvorki að leita mér að betur borgaðri vinnu né auka yfirvinnuna þegar ég vil auka tekjurnar. Það er ósanngjarnt. Ríkið á að sjá mér fyrir lífsins gæðum.

Ég ætla sem sagt að mótmæla í dag.

Og ef mótmælin bera ekki árangur þá ætla ég að stofna stjórnmálaflokk.

Ríkishamingjuflokkinn. 

 


Breytt ESB án Bretlands

Án Bretlands stendur Evrópusambandið einangrað á meginlandinu með Rússa í austri og múslíma í suðaustri og með verri tengsl en áður við Bandaríkin. Á evrópskan mælikvarða er Bretland stórveldi sem myndaði svæði frá Ermasundi og allt til norðurskautsins þar sem ríki utan ESB (Færeyjar, Ísland og Noregur) réðu ferðinni.

Í Brussel er lengi búið að ræða sem sjálfgefin hlut að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Bresk stjórnskipunarhefð leyfir ekki endalaust framsal fullveldis til meginlandsins. Söguleg nauðhyggja, um ESB sem verkfæri friðar, sem er Frökkum og enn frekar Þjóðverjum nánast í blóð borin er Bretum framandi.

Þegar Merkel kanslari Þýskalands segir upphátt að komið gæti til þess að Bretland yfirgefi Evrópusambandið er hún nánast að staðfesta orðinn hlut. Það á bara eftir að ganga frá útfærslunni á útgöngu Bretlands.


mbl.is Merkel ræðir mögulegt brotthvarf Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband