Banka á að skattleggja til siðvæðingar

Bankar og eigendur þeirra bera aðalábyrgðina á hruninu. Margt bendir til að starfsfólk banka, millistjórnendur og upp úr, séu sérlega áhættusækið fólk og eftir því óábyrgt.

Bankar eru í þeirri stöðu að framleiða peninga, veita lán sem ekki er innistæða fyrir.

Til að halda bönkum í skefjum á ríkisvaldið að skattleggja þá sem framast er kostur. Ekki undir nokkrum kringumstæðum á að leyfa bönkum að komast í þá stöðu sem þeir voru í útrásinni. Skattlagning kennir bankafólki nauðsynlega auðmýkt. Hrokann frá útrásinni verður að svæla út með þeim ráðum sem duga.

 


mbl.is Skattbyrðin þyngri en þekkist í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrota RÚV reddað - hvers vegna?

RÚV er gjaldþrota, getur ekki greitt skuldir. Fréttastofa RÚV er faglega gjaldþrota, flytur skoðanir í stað frétta.

Hvers vegna á að moka 400 milljónum króna í fjárhagslega og faglega gjaldþrota RÚV?

Þessum 400 milljónum er betur komið hjá öðrum en RÚV.


mbl.is RÚV fær um 400 milljónir aukalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska kerfið og tekinn niður Björgólfur eldri

Björgólfur Thor Björgólfsson kennir einhverju sem heitir ,,íslenska kerfið" um að hafa tekið niður pabba sinn, Björgólf Guðmundsson.

Á Björgólfi er að skilja að ,,íslenska kerfið" sé fámennið, svo undarlega sem það annars hljómar.

Björgólfur eldri komst í álnir með Hafskipum á níuunda áratug síðustu aldar. Hafskip varð gjaldþrota í samkeppni við Eimskip og Björgólfur fékk dóm. Á nýrri öld mættu Björgólfsfeðgar með peningasekki frá Rússlandi til Íslands og keyptu Eimskip og Landsbankann og sitthvað fleira.

Í hruninu missti Björgólfur eldri allt sitt, að sögn. Maður sem tvisvar verður auðmaður en klúðrar sínum málum í bæði skiptin getur vitanlega kennt ,,íslenska kerfinu" um ógæfu sína. En það er ekki trúverðugt.

 


Bretar hætta í ESB - spurning um útfærslu

Ef evran fellur, þá fellur Evrópusambandið. Til að bjarga evrunni verður Evrópusambandið að stórauka miðstýringuna á ríkisfjármálum ríkjanna 18 sem búa við gjaldmiðilinn. Bretland er ekki eitt af þessum 18 ríkjum og mun yfirgefa Evrópusambandið á næstu árum.

Eftir útgöngu Breta, sem ómögulegt er að segja til um hvenær verður og ekki heldur hvernig, verður Evrópusambandið meginlandsbandalag stórríkja undir forystu Frakka og Þjóðverja. Á tímum Napoleón í byrjun 19. aldar náðu Frakkar forræði yfir Vestur-Evrópu um hríð. Þjóðverjar stjórnuðu sama svæði í upphafi seinna stríðs. Í báðum tilfellum stóðu Bretar utan og tóku þátt í að leysa Evrópu undan viðjum harðstjóra.

Á meginlandinu er gert hróp að Bretum fyrir að beygja sig ekki undir vald Brussel, París og Berlín. Hvorki atyrði né blíðmælgi breyta hlutlægum staðreyndum: evran sundrar Evrópusambandinu sökum þess að hún krefst miðstýringar á ríkisfjármálum aðildarríkja.  


mbl.is Vill að Bretar gerist aðilar að EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband