Egill vill ESB-sinna í ráðherrastól

Egill Helgason, sem tilheyrir 800-manna þjóðinni, og er eindreginn talsmaður aðildar Íslands að Evrópusambandinu vill Ragnheiði Ríkharðsdóttur í ráðherrastól í stað Hönnu Birnu.

Ragnheiður er ESB-sinni, annar af tveim í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

Ef Ragnheiður verður ráðherra jafngildir það yfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins að ESB-sinnar stjórni ferðinni í þingflokki og forystu. Slík yfirlýsing er ekki heppileg, svo vægt sé til orða tekið.


800-manna þjóðin tekur æðiskast

800-manna þjóðin, þessi sem mótmælti á mánudag á Austurvelli, tók æðiskast í gærkveldi, eftir viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á mbl.is. Vísir tekur saman æðiskastið

Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlunum í gærkvöldi í kjölfar ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, en hann tjáði sig við mbl.is um afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Æðisprestur 800-manna þjóðarinnar, Illugi Jökulsson, bloggar um málið og nær ekki upp í nef sér af hneykslun yfir orðum forsætisráðherra.

800-manna þjóðin telur sig öllu ráða á Íslandi og tekur því vægast sagt illa ef forsætisráðherra situr ekki og stendur eins og 800-manna þjóðin krefst.


Hönnu Birnu-málið veit á dýpri skotgrafir

Pólitískt smámál, þar sem ein leka-fjöður varð að hænsnabúi, felldi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og varaformann Sjálfstæðisflokksins. Smámálið varð stórt vegna þess að nógu mikill liðssafnaður fjölmiðla, embættismana, vinstrimanna og aðgerðarsinna sá sér leik á borði að stökkva á haturslestina gegn Hönnu Birnu.

Engin prinsipp eða pólitísk meginmál voru í húfi í Hönnu Birnu-málinu, aðeins hrátt valdatafl.

Lærdómurinn af Hönnu Birnu-málinu er að íslensk pólitík hverfist nú um stundir ekki um meginhugmyndir heldur valdaskak þar sem samspil fjölmiðla og stjórnmála ræður úrslitum. Þau mál sem deilum valda eru lítilfjörleg, eins og lekamálið og stóra vélbyssumálið.

Tvær meginfylkingar deila í þessu valdaskaki: ríkisstjórnarflokkarnir annars vegar og hins vegar vinstriflokkarnir.

Í ljósi þróunar á fjölmiðlamarkaði, þar sem þekktur handlangri auðmanna, Björn Ingi Hrafnsson,er kominn til áhrifa er fyrirsjáanlegt að barátta meginfylkinganna verður harðvítugri en áður.

Auðmannapressan tekur ekki pólitíska afstöðu til meginfylkinganna. Verkefni auðmannapressunnar er að maka krókinn fyrir auðmenn. Á hinn bóginn þurfa báðar meginfylkingar stjórnmálanna á stuðningi auðmannapressunnar að halda, - auk annarra fjölmiðla.

Skotgrafahernaðurinn í íslenskri pólitík verður grimmur næstu árin, þangað til að önnur hvor meginfylking stjórnmálanna nær afgerandi forræði í landsmálum.


mbl.is Þjóðin læri af lekamálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband