Aðför DV, RÚV, ríkissaksóknara og stjórnarandstöðu

Hanna Birna stóð ekki fyrir leka á ómerkilegu minnisblaði um enn léttvægara mál og heldur ekki var um að ræða pólitískan ávinning af hennar hálfu eða ráðuneytisins.

En DV tókst að snúa leka á ómerkilegum upplýsingum í smámáli upp í pólitíska herferð gegn innanríkisráðherra. RÚV og vinstrisinnaður ríkissaksóknari tóku undir og vitanlega vinstriflokkar á þingi. Aðrir sem hoppuðu á vagninn áttu Hönnu Birnu grátt að gjalda, til dæmis ákveðinn hópur lögfræðinga sem tölu innanríkisráðherra ekki makka rétt í endurskoðun á lögum um dómstóla og ákæruvald.

Aðförin heppnaðist og Hanna Birna var knúin til afasagnar.

 

 

 

 


mbl.is Hanna Birna: Nú er mál að linni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðmannapressan eflist

Pressan og Eyjan undir stjórn Björns Inga Hrafnssonar er á framfærslu auðmanna, einkum hópanna sem kenndir eru við Exista og Kaupþing.

Björn Ingi er með rætur í Framsóknarflokknum, var þar í hópi sem kallaðir voru ,,auðrónarnir", og beitir útgáfunni stundum til málafylgju við Framsóknarflokkinn en þó oftar við Samfylkinguna, - sbr. viðurnefnið Samfylkingar-Eyjan.

Jón Ásgeir er enn með öll tök á 365-miðlum (Fréttablaðið, Stöð 2, Bylgjan, visir.is) og eru þeir miðlar þekktir fyrir liðveislu við auðmenn.

Almenningur hefur þó Morgunblaðið.

 


mbl.is Stefnt að samruna DV og Pressunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Félagslegi Sjálfstæðiflokkurinn - hvenær kemur þú?

Hvað ætli gerðist hér á Íslandi ef til yrði flokkur á hægri kantinum með skýra stefnu gegn aðild Íslands að ESB en höfðaði jafnframt til þeirra félagslegu sjónarmiða, sem vinstri flokkarnir hafa eignað sér?

Styrmir Gunnarsson skrifar ofanritað á Evrópuvaktina.

Þegar stórt er spurt.


ESB-sinnar hæðast að Bretum

Í Bretlandi er stöðugt vaxandi fylgi við útgöngu úr Evrópusambandinu. Flokkur breskra sjálfstæðissinna, UKIP, er á fljúgandi siglingu meðal kjósenda. Íhaldsflokkurinn verður stöðugt að bæta í andróðurinn gegn aðild að ESB til að halda í við stemninguna í Bretlandi.

Á meginlandinu hæðast ESB-sinnar að Bretum. Franskur ráðherra gortar af því að fá í franska ríkiskassann drjúgan skerf af aukaframlagi Breta til fjárlaga Evrópusambandsins.

Það er meira spurning hvernig og hvenær en hvort Bretar yfirgefa Evrópusambandið.


mbl.is UKIP fær annað þingsæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónvarp og bækur sitthvað

Það er heldur langsótt að segja sjónvarpsefni og bækur ,,nátengd form menningarefnis." Bækur eru til í fjöldaframleiðslu frá tímum Gutenbergs og í grunnin óbreyttar í meira en hálft árþúsund. Bækur og bóklestur eru hornsteinar í menningu okkar.

Sjónvarpsefni, á hinn bóginn, er flöktandi fyrirbæri sem verður til á síðustu öld og einkum framleitt til dreifingar í áskriftar- eða auglýsingasjónvarpi.

Í dag er sjónvarpsefni eins og hver önnur stikla sem má dreifa á netinu.


mbl.is Kvarta yfir ósanngjarnri samkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband