Öryrkjar í einelti

Öryrkjar sem leggja tilgreinda þingmenn í einelti með sérstökum auglýsingaárásum gera sjálfum sér mestan skaða. Tilburðir til að skaða orðspor einstakra þingmanna mun ekki afla öryrkjum stuðnings, hvorki meðal annarra þingmanna né almennings.

Öryrkjum fer það illa að deila og drottna og ættu að biðjast afsökunar á dómgreindarlausum auglýsingaárásum á nafngreinda þingmenn.

Öllum getur orðið á og eiga leiðréttingu orða sinna. Pétur og Vigdís eru ábyggilega tilbúin að taka afsökunarbeiðni öryrkja til greina.

 


mbl.is „Milljónir til að sverta þingmenn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umboðsmaður lekur en engin rannsókn

Umboðsmaður alþingis er uppvís að leka frá embættinu þar sem komst í fréttir Stöðvar 2

Umboðsmaður alþingis, Tryggvi Gunnarsson neitar lekanum með sérstakri yfirlýsingu. Þótt Tryggvi sjálfur sé ekki lekamaðurinn er augljóst að einhver innan embættisins lak upplýsingum um rannsóknina til Stöðvar 2.

Stóralvarlegt mál er þegar opinber embætti leka upplýsingum um starfsemi sína til fjölmiðla og varða við fangelsisvist, samkvæmt nýlegum dómafordæmum.

Hvað líður rannsókn á leka Umboðsmanns alþingis?


mbl.is Niðurstöðu umboðsmanns seinkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jeppaforstjóri vinstrimanna

Jeppaforstjóri Strætó bs. eyðilagði jeppa opinbera fyrirtækisins í akstri utan vega og keypti annan á meira en tíu milljónir sem hann varð að skila eftir að málið komst í hámæli. Jeppaforstjórinn situr í skjóli borgarstjóra Samfylkingar og vinstrimanna, Dags B. Eggertssonar.

Eina stjórnmálaaflið í borgarstjórn sem vill taka á málum jeppaforstjórans er Framsóknflokkurinn sem leggur til að ráðningarsamningi forstjórans verði sagt upp.

Jeppaforstjórinn situr sem fastast og hyggst ekki afsala sér ,,hlunnindum". Nei, vitanlega ekki.


Læknar með tapaða stöðu

Læknar láta ekki uppi launakröfur sinar. Þeir gefa heldur ekki upp meðallaunin; af tekjublaði Frjálsrar verslunar má ráða að læknar eru hálaunastétt með mánaðartekjur á aðra og þriðju milljón króna.

Læknar segjast fá betur borgað á Norðurlöndum en það getur ekki verið innlegg í kjaraumræðu á Íslandi.

Læknum hefur mistekist að sýna fram á réttmæti þess að þeir fái meiri launahækkun en almennt gengur og gerist í samfélaginu. Svo einfalt er málið.


mbl.is Ekki þjóðarsátt um tiltekinn hóp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband