Ríkisstjórnin upp, mótmælin niður

Innan við þúsund manns mættu á þriðja mótmælafund jæja-fólksins, samkvæmt RÚV, Vísir talar um 800 manns. Fyrir tveim vikum mættu fjögur þúsund manns á mótmælin og um 1500 fyrir viku. Ríkisstjórnin mælist á sama tíma með stóraukið fylgi.

Haustatlaga vinstrimanna er farin út um þúfur enda sér almenningur í gegnum froðu ómerkilega fólksins sem mótmælir leiðréttingunni en hirðir sinn hlut engu að síður.

Vinstrimenn féllu eins og jafnan fyrrum á eigin bragði; pólitískar yfirlýsingar þeirra ríma ekki við veruleikann.

 


mbl.is Mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einveldi embættismanna ekki í þágu almannahags

Umboðsmaður alþingis færir sig upp á skaftið og kemur þar í kjölfar ríkissaksóknara, sem skiptir sér af pólitík, og embættismanna í utanríkisráðneytinu er ætla sér að móta utanríkisstefnu lýðveldisins.

Valdasókn embættismanna gerist í skjóli þess að stjórnmálamenn eru í lágu rykti; ef Ísland væri með her myndi sú stofnun hnykla vöðvana þegar stjórnmálamenningin væri í upplausn, líkt og mörg dæmi eru um erlendis.

Þeir sem kunna að óskar sér aukin völd til embættismanna ættu að íhuga afleiðingarnar. Ekkert segir okkur að embættismenn séu vandaðri eða betur að sér en fólk almennt. Stjórnmálamenn eru kjörnir fulltrúar og sækja umboð sitt til almennings. Embættismenn þurfa ekki að svara fyrir embættisfærslu sína gagnvart almenningi.

Vaxandi völd embættismanna stórskaða lýðræðið með því að hola það að innan. Ef almenningur fær á tilfinninguna að embættismenn ráði ferðinni en ekki kjörnir fulltrúar þá glatast virðingin fyrir lýðræðislegum ferlum eins og kosningum sem skilar sér í minni kjörsókn og það dregur úr lögmæti alþingis.

Til skamms tíma var alþingi vettvangur helstu málamiðlana hér á landi. Eftir því sem veigameiri ákvarðanir eru teknar utan þings, af embættismönnum, verður alþingi lítilfjörlegra. Þessa þróun verður að stöðva áður en í óefni er komið.

 


mbl.is Umboðsmaður krefur ráðherra svara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pawel, Benedikt vilja Hönnu Birnu feiga í pólitík

Pawel Bartoszek og Benedikt Jóhannesson vinna að stofnun Viðreisnar sem yrði klofningur úr Sjálfstæðisflokknum. Báðir eru ESB-sinnar og sem slíkir vilja þeir Ísland inn í Evrópusambandið.

Pawel vill að Hanna Birna Kristjánsdóttir segi af sér og Benedikt óskar sér sömuleiðis Hönnu Birnu feiga úr forystusveit Sjálfstæðisflokksins.

Þegar andstæðingar Sjálfstæðisflokksins herja á Hönnu Birnu með þessum hætti þá er það ekki vegna velvildar í garð móðurflokks íslenskra stjórnmála.


Bloggfærslur 17. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband