Valdefling DV og RÚV - æra blaðamanns

Stóra lekamálið er rekið af mestu offorsi af DV og RÚV. Leiðari DV í dag tekur af öll tvímæli að blaðið telur sig þess umkomið að ákveða hverjir skulu ráðherrar á Íslandi og hverjir ekki. Ritstjóri DV er nýkominn til starfa frá RÚV sem fylgir eftir DV í málinu, oft með hálfkveðnum vísum og slúðri

Ritstjóri DV teflir fram tveim blaðamönnum sem riddurum sannleikans í stóra lekamálinu, sem snýst jú um leka á ,,viðkvæmum persónuupplýsingum" úr innanríkisráðuneyti, eins og segir í dómi héraðsdóms.

Annar blaðamannanna sem ritstjóri DV flaggar, Jón Bjarki Magnússon, er nýverið í tvígang dæmdur í Hæstarétti Íslands fyrir ærumeiðingar, sjá hér og hér.

Setjum málin í rétt samhengi:

Gísli Freyr Valdórsson er dæmdur í héraðsdómi fyrir að bera út viðkvæmar persónuupplýsingar. Hann fær fangelsisdóm, missir vinnuna og er úthrópaður í samfélaginu. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður DV er dæmdur ærumorðingi í Hæstarétti, ekki einu sinni heldur tvisvar. Hann er hvorki rekinn úr starfi né krafinn um opinbera afsökunarbeiðni. Nei, þvert á móti, ærumorðingi DV er gerður að alþýðuhetju.

Afsakið meðan ég æli.

 


Leki hjá umboðsmanni alþingis

Einhver lak upplýsingum frá umboðsmanni alþingis um yfirstandandi rannsókn á samskiptum innanríkisráðherra og lögreglustjóra. Stöð 2 greindi frá lekanum í fréttum.

Umboðsmaður alþingis, Tryggvi Gunnarsson, þrætir fyrri lekann, bæði í viðtali við mbl.is og með sérstakri yfirlýsingu. Þótt Tryggvi sjálfur sé ekki lekamaðurinn þá er augljóst að einhver innan embættisins lak upplýsingum um rannsóknina.

Stóralvarlegt mál er þegar opinber embætti leka upplýsingum um starfsemi sína til fjölmiðla. Nýleg dómafordæmi sýna að opinberir starfsmenn eru dæmdir til fangelsis leki þeir upplýsingum.

Innanhússrannsókn hlýtur að standa yfir hjá umboðsmanni alþingis um hver lak trúnaðarupplýsingum til fjölmiðla. Ef sá seki er ekki fundinn hlýtur að koma til opinber rannsókn á lekanum og er nærtækast að ríkissaksóknari hlutist til um það mál.

Ekki verður við það unað að starfsmenn útvalinna stofnana samfélagsins komist upp með að leka upplýsingum til fjölmiðla á meðan aðrir starfsmenn annarra stofnana eru hundeltir og stefnt fyrir dóm ef upp kemst.

Lekann hjá umboðsmanni alþingis þarf að upplýsa og láta þann seka sæta viðeigandi viðurlögum.

 

 

 


mbl.is Hefur ekki enn komist að niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband