Árni Páll hatar ekki Ísland (lengur)

Haldið ykkur fast, en Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar sagði þetta í dag, skv. heimasíðu Samfylkingar

Mikilvægasta verkefnið andspænis vonleysi og vantrú er að gera lýðveldisbygginguna að hjartfólgnu heimili okkar allra. Til þess þurfum við sóknarstefnu fyrir sjálfstætt Ísland. 

Maðurinn sem helst er þekktur fyrir að tala um ónýta Ísland með ónýtu krónuna (stöðugasta mynt í heimi nú um stundir) og vildi íslenskt fullveldi feigt í faðmi Brussel segir núna ,,Við getum ekki gefist upp á Íslandi."

Jæja, Árni Páll, viðurkenndu að ESB-umsóknin frá 16. júlí 2009 var mistök og sýndu stuðning við að afturkalla hana formlega. Þá skulum við tala saman.

 

 

 


mbl.is Markmiðið er að skemma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forystukreppunni á Íslandi er lokið

Eftir hrun var Ísland algerlega forystulaust, ef frá er skilinn Ólafur Ragnar Grímsson sem stóð forsetavaktina. En nú er forystukreppunni lokið.

Leiðtogar vinstriflokkanna sem mynduðu ríkisstjórn vorið 2009, þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, stóðu hvorugt undir nafni sem forystumenn. Til þess voru þau of lítilsigld og þrætugjörn. Hvorugt skynjaði megindrættina í samfélaginu og létu hanka sig ítrekað á yfirgengilegu dómgreindarleysi, samanber Icesave-málið og ESB-umsóknin.

Eftir kosningarnar 2013, þegar þjóðin afþakkaði með afgerandi hætti leiðsögn vinstriflokkanna, birtust á stóra sviði þjóðmálanna tveir forystumenn sem báðir eru til þess fallnir að finna stóru samnefnara þjóðarinnar. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru ungir stjórnmálamenn sem læra fljótt og eru með alla burði til að komast í flokk sannra landsfeðra. Vel fer á því að þeir starfi saman í fyrstu ríkisstjórninni eftir vinstrióreiðuna 2009-2013.


mbl.is Aðildarviðræðurnar á endastöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáríki í ESB verða valdaminni

Með nýrri framkvæmdastjórn Evrópusambandsins 1. nóv. 2014 taka einnig gildi nýjar reglur um atkvæðavægi í æðstu stofnun ESB, ráðherraráðinu. Nýju reglurnar taka mið af fólksfjölda aðildarríkja og hafa í för með sér enn minna vægi smáríkja og voru þau þó lítil fyrir.

Haraldur Hansson líkir nýju atkvæðareglunum við að svipta þjóðir sjálfræði. Hann tekur dæmi af landluktum ríkjum, sem eiga þar af leiðandi hverfandi hagsmuna að gæta í sjávarútvegi, en geti engu að síður í krafti stærðar sinnar haft afgerandi áhrif á sjávarútvegmál í ESB.

Smáríkið Malta telur 400 þús íbúa og er varla mælanlegt með áhrif á ferli ákvarðana í ESB enda með 0,08 prósent íbúanna í sambandinu. Væri Ísland í sambandinu yrði vægi okkar enn minna en smæsta smáríkisins í Evrópusambandinu. 


mbl.is Hvað gerir ný framkvæmdastjórn ESB?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband