Lögleiðing á aukningu geðklofa ungs fólks

Kannabisefni eru jafn ávanabindandi og heróín og áfengi, segir í nýrri breskri langtímarannsókn um áhrif kannabis á fíkniefnaneytendur.

Andlegir sjúkdómar, s.s. geðklofi, eru fylgifiskur neyslu kannabisefna, einkum meðal ungs fólks. Í umfjöllun Telegraph er því líkt við rússneska rúllettu að neyta kannabis.

Þeir sem vilja lögleiðingu kannabisefna vilja leyfa notkun á stórhættulegu fíkniefni. 


Vestræn ríkjahönnun fyrir múslíma er misheppnuð

Vesturlönd, Bandaríkjamenn upp á síðkastið en Evrópumenn áður, reyna ítrekað að draga upp landamæri i miðausturlöndum sem er þeim að skapi. Að Ísrael slepptu, sem er þokkalega lífvænlegt ríki, er vestræn ríkjahönnun í þessum heimshluta samfelld saga mistaka.

Bandaríski sagnfræðingurinn Andrew J. Bacevich rekur sögu bandarískrar íhlutunar í málefni múslímaríkja og telur betur heima setið en af stað farið.

Á hinn bóginn er þess að geta að ef vesturlönd eiga erfitt með að halda að sér höndum. Fái múslímar tækifæri til að draga upp landamæri á eigin forsendum er hætt við þjóðernishreinsunum og blóðbaði. Undir þeim kringumstæðum er nær ómögulegt að sitja hjá aðgerðarlaus.   


mbl.is Óttast blóðbað í Kobane
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll: einfaldur eða tvöfaldur?

Það er einfeldningsháttur af formanni Samfylkingar að gagnrýna skipun konu í embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu; konu sem vel að merkja hefur náð sannanlegum árangri í rekstri lögregluembættis og fitjað upp á nýmælum í veigamiklum málaflokki, þ.e. heimilisofbeldi.

Árni Páll Árnason getur varla verið mótfallinn því að kona gegni embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.

Ef aðrar ástæður eru fyrir gagnrýni Árna Páls, en þær sem hann lætur uppi, er formaður Samfylkingar tvöfaldur í roðinu.


mbl.is Mikilvægt að kona gegni embættinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband