Stöðutaka forseta ASÍ

 

Hann Gylli á Toyunni skugganum skjótari,

nú er skítlegur Patrólinn helmingi ljótari.

Stekkur með stíl,

og stöðvar ei bíl.

Í stæðin hann vindur sér, fötluðum fljótari.

- JH.

 


Svana og spillingin hjá Samtökum iðnaðarins

Svana Helen Björnsdóttir varð undir í valdabaráttu í Samtökum iðnaðarins þegar hún féll fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í formannskjöri á síðasta Iðnþingi. Kristrún Heimisdóttir var látin hætta sem framkvæmdastjóri samtakanna í kjölfar ósigurs Svönu. Engar opinberar skýringar eru á valdabaráttunni. Þó er vitað að sumir harðdrægustu auðmenn landsins eru innstu koppar í búri samtakanna.

Svana skrifar grein í Morgunblaðið í dag og segir þar

Aðstæður í íslensku viðskiptalífi hafa hins vegar breyst mjög mikið á síðustu árum og lífeyrissjóðir fara nú með virka stjórnunarábyrgð í fleiri fyrirtækjum en nokkru sinni fyrr. Færin á einkaávinningi, liðssöfnun og myndun ríkisdæmis eru stórfelld og freistandi að beita áhrifum sem tiltæk eru. Við þessu verður að bregðast og siðvitið má þar ekki gleymast.

Svana tiltekur ekki dæmi um spillinguna en ræðir nauðsyn gagnsæis í skipun fulltrúa lífeyrissjóða í fyrirtækjum.

Dæmin um ,,einkaávinning," ,,liðssöfnun" og ,,myndun ríkidæmis"  hljóta að koma í kjölfarið.

 


Óekta Hallgrímur Helgason

Í útrásinni mærði Hallgrímur Helgason Jón Ásgeir Jóhannesson Baugsstjóra og var allt annað en ánægður þegar Davíð Oddsson, þávarandi forsætisráðherra, reisti skorður við veldi Jóns Ásgeirs. Í frægri grein spurði Hallgrímur

Við sem heima sitjum og skiljum ekki andúð forsætisráðherra gagnvart bestu viðskiptasonum Íslands, við spyrjum: Hvers vegna? Og eina svarið sem okkur dettur í hug er að hann sé einfaldlega búinn að sitja of lengi.

Þegar hrunið skall á í boði ,,bestu viðskiptasona Íslands" fréttist af Hallgrími í samfarastellingum á húddinu á bíl forsætisráðherra, Geirs H. Haarde, frussandi á bílrúðuna. Hallgrímur var enn sannfærður um vonsku stjórnmálamanna og gæsku auðmanna.

 ,,Náriðill" segir gagnrýnandi um þekktasta verk hans. Greining frá aðstandenda viðfangsefnis Hallgríms er eftirfarandi

Bók­in, sem hann [Hallgrímur] kall­ar skáld­verk, og ég hef auðvitað lesið, er byggð á köfl­um svo mikið á ævi­sögu Bryn­hild­ar Georgíu frænku minn­ar að það jaðrar við ritstuld, en að sama skapi er hún skreytt með gjör­sam­leg­um skáld­skap sem ein­kenn­ist af of­beldi, klámi, nauðgun­um og svo rús­ín­unni í pylsu­end­an­um, að for­seta­son­ur­inn, nas­ist­inn, hafi nauðgað fimmtán ára dótt­ur sinni í Berlín í stríðslok.

Samfélagsrýni og skáldskapur Hallgríms eiga það sameiginlegt að vera óekta.


mbl.is Hvað gekk Hallgrími Helgasyni til?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband