Eitruð sósíalísk frjálshyggja Gísla Marteins - íhaldið best

Reykjavíkurflugvöllur er sósíalismi, segir Gísl Marteinn Baldursson fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og leggur til stórfelld inngrip þar sem þrautreynt fyrirkomulag samgangna höfuðborgar og landsbyggðar skal varpað fyrir róða.

Gísli Marteinn stendur nærri þeim hópi sjálfstæðismanna sem gengur undir nafninu samfylkingardeildin sökum hugmyndavensla við flokk Árna Páls. Skrautfjöðrin i hatti samfylkingardeildarinnar var Árni Sigfússon fyrrum bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Árni blandaði saman sósíalisma og frjálshyggju í rekstri bæjarfélagsins með þeim afleiðingum að Reykjanesbær er svo gott sem gjaldþrota.

Gísli Marteinn og aðrir líkt þenkjandi taka það versta úr vestrænum hugmyndaöfgum, þ.e. sósíalíska forræðishyggju og græðisvædda frjálshyggju, og setja saman í eitraðan kokteil þar sem helst í hendur pólitískur stórmennskugalskapur og fjárhagsleg ævintýramennska.

Íhaldsstefnan hrein og tær segir okkur að kasta því ekki á glæ sem reynslan kennir að virki vel. Í meira en hálfa öld þjónar flugvöllurinn í Vatnsmýri sameiginlegum þjóðarhagsmunum höfuðborgar og landsbyggðar. Íhald byggt á reynslu er besta pólitíkin.


40,2% vantraust á fjölmiðla

Fjórir af hverjum tíu vantreysta fjölmiðlum en innan við tveir af tíu treysta þeim, samkvæmt könnun MMR. Fjölmiðlar eru eðli málsins samkvæmt stöðugt fyrir vitum almennings. Það er ekki vegna skorts á upplýsingum sem almenningur er með þetta álit á fjölmiðlum heldur einmitt vegna upplýsinganna.

Að almenningur treysti fjölmiðlum þetta illa segir okkur að efnistök fjölmiðla og framsetning þeirra sé ótrúverðug.

 Fjölmiðlar hljóta að leggjast í gagngera naflaskoðun og til að finna ástæðurnar fyrir vantrausti almennings. Má ekki treysta því?


mbl.is 79,5% bera mikið traust til lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri sjálfsblekkingin

Útlendingur sem læsi aðeins fjölmiðla vinstrimanna, RÚV og DV, héldi að hér starfaði byssuóð fasísk lögregla er sæti yfir hlut almennings. Sami útlendingur kæmist að þeirri niðurstöðu, byggðri á sömu heimildum, að fámenn ættarklíka réði yfir Íslandi og skenkti almúganum skít og kanil.

En nú kemur sem sagt vinstrimaður með orðspor, Ásmundur Stefánsson fyrrum forseti ASÍ, og segir eftirfarandi

Öfugt við það sem mjög stór hluti af vinstrisinnuðu fólki á Íslandi heldur fram, þá er jöfnuður mikill á Íslandi á alþjóðlegan mælikvarða.

Ásmundur sér af hliðarlínunni hve sjálfsblekking vinstrimanna ristir djúpt. Vinstrimenn búa til með heilaspuna veruleika til að rífast yfir.

Við skulum vona að ímyndaði útlendingurinn okkar láti sér ekki nægja að hlusta á umræðusuð vinstrimanna og fjölmiðla þeirra til að átta sig á stöðu mála á Fróni.

 


mbl.is Mikill jöfnuður á alþjóðlegan mælikvarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband